Lífið

Safnar armböndum frá tónlistarhátíðum

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
„Ég hef gaman að því að safna aðgangsarmböndum frá þeim tónlistarhátíðum sem við spilum á. Ég geri það þá þannig að ég safna til dæmis armböndum fyrir allan júní og klippi þau svo af mér þegar það koma mánaðarmót, enda yfirleitt ekki pláss fyrir fleiri eftir mánuð á tónleikaferðalagi,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson. Hann hefur vakið athygli síðustu daga fyrir mörg litrík armbönd sem hann skartar um úlnliðinn.

Hljómsveitin hefur meira og minna verið á tónleikaferðalagi síðan í maí og hefur komið fram á fjölda tónlistarhátíða. Afrakstur armbandasöfnunar Unnsteins hefur því verið ansi góður upp á síðkastið. Þessa dagana skartar hann armböndum síðan í júní og hefur dregið að klippa þau af sér.

„Þetta eru armbönd af einhverjum 4-5 tónlistarhátíðum, en við spiluðum reyndar á tveimur til viðbótar þar sem við fengum ekki arbönd,“ segir Unnsteinn.

En hvers vegna safnar hann arböndunum? „Mér finnst þetta gaman, skemmtilegt konsept. Að vísu er ég aðeins farinn að finna aðeins fyrir þessu núna, því ég fer svo mikið í sund. Þá gera gömlu gæjarnir smá grín að mér. Ég tek þau af á næstu dögum, enda kominn júlí.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.