Viðskipti innlent

Skýrsla um starfsemi og rekstur Íbúðalánasjóðs birt í dag

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um starfsemi Íbúðalánasjóðs verður afhent í dag klukkan 13.00 í Alþingishúsinu.

Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð var skipuð í september 2011 en í nefndinni sátu Sigurður Hallur Stefánsson, fyrrum héraðsdómari, Kristín Flygenring hagfræðingur og Jón Þorvaldur Heiðarsson letor í viðskiptafræðideild í Háskólanum á Akureyri. 

Nefndin var skipuð til að rannsaka starfsemi sjóðsins á árunum 2004 til 2010 en afdrifaríkar ákvarðanir í stefnu sjóðsins voru teknar á þeim tíma.



Íbúðalánasjóður hefur ekki átt sjö dagana sæla þar sem rekstur sjóðsins situr uppi með földa eigna á sama tíma og lántakendur leita á önnur mið eftir íbúðalánum. Þannig eru það bæði greiðsluerfiðleikar fólks og samkeppni við aðrar lánastofnanir sem valda slæmri stöðu sjóðsins. 

Lengi hefur verið beðið eftir skýrslunni og hefur birting hennar frestast marg oft síðan um sumarið 2012. Opnað verður fyrir aðgang að skýrslunni á vef Alþingis klukkan 14.00 í dag. Í skýrslunni verða niðurstöður varðandi áhrif sem ákvarðanir um rekstur sjóðsin hafa haft.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×