Lífið

Bíða í ofvæni eftir barninu

Hópur ljósmyndara hefur komið sér fyrir við St. Mary‘s spítalann í London, en þar mun Kate Middleton, hertogaynja af Camebridge, koma til með að fæða barn sitt.

Kate á ekki von á sér fyrr en um miðjan mánuðinn, en orðrómur er uppi um að barnið muni ef til vill koma fyrr í heiminn en áætlað er. Æstir ljósmyndarar frá heimspresunni ætlar greinilega ekki að missa af barninu og hafa nú þegar stillt myndavélum sínum upp fyrir framan spítalann.

Á St. Mary‘s spítalanum er allt til alls, en þar mun Kate dveljast í sérútbúinni álmu. Teymi sérfræðinga verður til staðar til að sjá til þess að hertogaynjuna skorti ekki neitt en á spítalanum hefur hún síma, útvarp, internetaðgang og ískáp til einkanota á meðan hún dvelst þar. Þegar fjölskyldan fagnar nýjasta meðliminum verður svo tilbúið kampavín af fínustu sort í næsta herbergi.

E Online greinir frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.