Lífið

Bachelor-kynnir leitar að ástinni

Chris Harrison, þáttarstjórnandi raunveruleikaþáttanna The Bachelor og The Bachelorette, er skilinn við eiginkonu sína til átján ára, Gwen Harrison.

Þættirnir The Bachelor og The Bachelorette fjalla um fólk í leit að ástinni og ætti Chris því að vera vel í stakk búinn til að takast á við piparsveinalífið. Hann er ekki í vafa um hvernig kona heillar hann. Hann vill konu sem er einlæg, örugg og líður vel í eigin skinni. Hann og Gwen deila forræði yfir börnunum sínum tveim, Taylor, átta ára og Joshua, tíu ára.

Gwen og Chris með börnin.
“Þó við höfum tekið þessa ótrúlega erfiðu ákvörðun þá virðum við og elskum hvort annað og hlökkum til að taka þátt í lífi okkar yndislegu barna.”

Svo mikill spaði að hann er næstum því lauf.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.