Lífið

Cher í fasteignabraski

Söngkonan Cher er búin að kaupa sér hús í Beverly Hills fyrir 2,1 milljón dollara, rúmlega 250 milljónir króna.

Húsið er mun lágstemmdara en glæsihýsið í Malibu sem söngkonan er að reyna að losna við á 45 milljónir dollara, tæpan fimm og hálfan milljarð króna. Þá hefur Cher nýlega selt tvær fasteignir, eina íbúð í Hollywood og aðra á Venice Beach.

Nýja húsið hennar Cher var einu sinni í eigu leikarans Ed O’Neill og er búið fjórum svefnherbergjum og þremur baðherbergjum. Útsýnið er glæsilegt og nóg af plássi til að bjóða vinum heim í grín og glens.

Cher selur og kaupir fasteignir eins og enginn sé morgundagurinn.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.