Metin falla á Spotify Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. júlí 2013 11:06 Jay-Z kann vel við sig í efsta sætinu. mynd/getty Nýjasta plata rapparans Jay-Z, Magna Carta... Holy Grail, hefur slegið met á tónlistarveitunni Spotify í Bandaríkjunum, en engri annarri plötu hefur verið streymt jafn oft á einni viku síðan veitan opnaði. Á fyrstu vikunni eftir útgáfu plötunnar streymdu notendur vefsins plötunni rúmlega 14 milljón sinnum. Eldra met Daft Punk hefur því verið slegið, en síðustu plötu franska rafdúósins, Random Access Memories, var streymt um 9,5 milljón sinnum á einni viku. Platan Babel með ensku sveitinni Mumford and Sons er komin niður í þriðja sætið með 8 milljón streymi af vef Spotify. Þessari vinsælu tónlistarveitu, sem stofnuð var árið 2006, vex sífellt ásmegin, og ekki er langt síðan Íslendingum var gert það kleift að notfæra sér þjónustuna.Umslag Magna Carta ... Holy Grail.Þó eru ekki allir sáttir við fyrirbærið og fjarlægði til að mynda Radiohead-forsprakkinn Thom Yorke allt efni sitt af veitunni á dögunum, að efni Radiohead undanskyldu, og vandaði Spotify ekki kveðjurnar. „Nýir tónlistarmenn fá ekki baun í bala,“ segir Yorke og telur hann að þó streymi henti vel fyrir eldra efni gefi það lítið í aðra hönd fyrir nýúkomið efni frá minna þekktum listamönnum. Þá hefur Patrick Carney úr The Black Keys sakað síðuna um ósanngirni í garð tónlistarmanna og segir Spotify og sambærilegar streymissíður slæman valkost fyrir hljómsveitir sem lifa á tónlist sinni. Ótrúlegur árangur Jay-ZMagna Carta... Holy Grail er tólfta sólóplata Jay-Z og skaust hún beint á topp Billboard-listans þegar hún kom út í byrjun mánaðarins. Séu samstarfsplötur rapparans teknar með er platan sú þrettánda sem nær á topp listans. Það er meira en nokkur annar sólólistamaður í sögunni, og af hljómsveitum ná aðeins Bítlarnir að toppa árangurinn, með sínar nítján toppplötur. Jafnir í þriðja sæti eru þeir Bruce Springsteen og Elvis Presley með tíu hvor. Hér fyrir neðan geta þeir lesendur sem eru skráðir inn á Spotify hlustað á Magna Carta ... Holy Grail. Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Nýjasta plata rapparans Jay-Z, Magna Carta... Holy Grail, hefur slegið met á tónlistarveitunni Spotify í Bandaríkjunum, en engri annarri plötu hefur verið streymt jafn oft á einni viku síðan veitan opnaði. Á fyrstu vikunni eftir útgáfu plötunnar streymdu notendur vefsins plötunni rúmlega 14 milljón sinnum. Eldra met Daft Punk hefur því verið slegið, en síðustu plötu franska rafdúósins, Random Access Memories, var streymt um 9,5 milljón sinnum á einni viku. Platan Babel með ensku sveitinni Mumford and Sons er komin niður í þriðja sætið með 8 milljón streymi af vef Spotify. Þessari vinsælu tónlistarveitu, sem stofnuð var árið 2006, vex sífellt ásmegin, og ekki er langt síðan Íslendingum var gert það kleift að notfæra sér þjónustuna.Umslag Magna Carta ... Holy Grail.Þó eru ekki allir sáttir við fyrirbærið og fjarlægði til að mynda Radiohead-forsprakkinn Thom Yorke allt efni sitt af veitunni á dögunum, að efni Radiohead undanskyldu, og vandaði Spotify ekki kveðjurnar. „Nýir tónlistarmenn fá ekki baun í bala,“ segir Yorke og telur hann að þó streymi henti vel fyrir eldra efni gefi það lítið í aðra hönd fyrir nýúkomið efni frá minna þekktum listamönnum. Þá hefur Patrick Carney úr The Black Keys sakað síðuna um ósanngirni í garð tónlistarmanna og segir Spotify og sambærilegar streymissíður slæman valkost fyrir hljómsveitir sem lifa á tónlist sinni. Ótrúlegur árangur Jay-ZMagna Carta... Holy Grail er tólfta sólóplata Jay-Z og skaust hún beint á topp Billboard-listans þegar hún kom út í byrjun mánaðarins. Séu samstarfsplötur rapparans teknar með er platan sú þrettánda sem nær á topp listans. Það er meira en nokkur annar sólólistamaður í sögunni, og af hljómsveitum ná aðeins Bítlarnir að toppa árangurinn, með sínar nítján toppplötur. Jafnir í þriðja sæti eru þeir Bruce Springsteen og Elvis Presley með tíu hvor. Hér fyrir neðan geta þeir lesendur sem eru skráðir inn á Spotify hlustað á Magna Carta ... Holy Grail.
Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira