Innlent

Google Streetview kortleggur Ísland

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Bíll Google-teymisins á leið í Norrænu.
Bíll Google-teymisins á leið í Norrænu. MYND/iSTORE
Starfsfólk hugbúnaðarrisans Google er nú komið hingað til lands til að kortleggja allar götur og vegi landsins fyrir Google Streetview. Sérútbúinn bíll Google lagði af stað til Íslands frá Kaupmannahöfn í Norrænu í gær og munu sérfræðingar ferðast um Ísland næstu 1-2 mánuði í þeim tilgangi mynda landið hátt og lágt fyrir vefinn. 

Þetta staðfesti eigandi iStore á Íslandi á Facebook-síðu verslunarinnar í morgun, en hann var samferða Google-mönnum frá Danmörku til Íslands á Norrænu.

„Getum staðfest það hér með eftir samtal eiganda iStore við starfsmenn Google sem eru samferða honum á Norrænu. Google mun ferðast á næstu 1-2 mánuðum um ísland til að kortleggja allar götur og vegi landsins fyrir Google Streetview. Svo að VINSAMLEGAST TAKIÐ TIL Í KRINGUM HEIMILI YKKAR OG KLÆÐIST SÓMASAMLEGA NÆSTU VIKURNAR,“ segir í færslunni.

Fólk getur því átt von á að rekast á Google-bílinn á vegum landsins næstu vikurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×