Lífið

Þakkar kynlífi kílóamissinn

Grínistinn Jason Sudeikis hefur lést talsvert að undanförnu en hann segist ekki fara í ræktina heldur iðkar bólfimi með unnustu sinni, leikkonunni Oliviu Wilde.

“Sannleikurinn er að ég vakna ekki klukkutíma fyrr til að fara á hlaupabrettið. Ég er með besta ræktarfélaga í heimi. Og maður þarf ekki kort í ræktina fyrir svoleiðis æfingar,” segir Jason í viðtali við ELLE.

Fallegt par.
Parið byrjaði að deita í nóvember árið 2011 og tilkynntu um trúlofun sína í janúar á þessu ári. Þau ætla að ganga upp að altarinu næsta vor og ætlar Olivia að klæðast brúðarkjól frá Monique Lhuillier. Þó bólfimin skili sínu segist Jason líka hafa breytt mataræði sínu dálítið.

Gifta sig næsta vor.
“Ég breytti litlum hlutum eins og að sleppa því að fá mér barbecue-sósu með pítsunni minni klukkan tvö á næturnar.”

Krútt.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.