Lífið

Ætlar aldrei að giftast aftur

Skíðakonan Lindsey Vonn, kærasta golfarans Tiger Woods, er í opinskáu viðtali við tímaritið Vogue og tjáir sig meðal annars um ástarsambandið við þennan umdeilda íþróttamann.

Lindsey segist aldrei ætla að gifta sig aftur en hún var gift fyrrverandi þjálfara sínum Thomas Vonn.

Glæsileg í Vogue.
“Ég tala ekki við Thomas. Ég sé ekki eftir neinu. Þetta var gott fyrir mig og ég var hamingjusöm um tíma og lærði mikið um sjálfa mig. Ég myndi ekki mæla með hjónabandi við neinn. Ég ætla pottþétt ekki að gifta mig aftur,” segir Lindsey. Hún segist hafa fallið strax fyrir Tiger þegar hún hitti hann á góðgerðarsamkomu í fyrra.

“Við smullum strax saman.”

Saman á golfvellinum.
Yfir sig ástfangin.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.