Lífið

Líkami minn þarf ekki að vera fullkominn

Alison Sweeney, þáttarstjórnandi The Biggest Loser, léttist um tæp fjórtán kíló árið 2011 og hefur ekki bætt þeim á sig aftur. Hún þakkar þættinum meðal annars fyrir það.

“Ég æfi stundum með keppendunum í The Biggest Loser. Ég æfi meira þegar fólk er í kringum mig. Að fara í hópatíma hefur sömu áhrif á mig,” segir hún í viðtali við tímaritið Self.

Sjarmerandi hún Alison.
Hún segist borða afar hollan mat og vandi sig við að gera æfingar rétt svo þær skili settum árangri. Hún leitast ekki eftir því að líta út eins og ofurfyrirsæta heldur vill vera sjálfsörugg í eigin skinni.

Margir hafa gjörbreytt lífi sínu til hins betra með hjálp The Biggest Loser.
“Líkami minn þarf ekki að vera fullkominn. Ég vil bara geta hlaupið um og gert allt það helsta án þess að hafa áhyggjur af útlitinu,” segir Alison sem er við tökur á fimmtándu seríu af The Biggest Loser vestan hafs. Nú stendur einmitt yfir skráning í íslensku útgáfuna af The Biggest Loser sem Sagafilm framleiðir og verður serían sýnd á SkjáEinum eftir áramót.

Æfir og borðar rétt.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.