Ætlar að semja smell um Ísland Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. júlí 2013 19:24 Nile Rodgers, einn vinsælasti og áhrifamesti tónlistarmaður fyrr og síðar, er mættur til landsins en hann mun blása til tónlistarveislu í Hörpu á morgun. Kappinn hefur hug á að semja eitt stykki smell um Ísland. Hvert einasta mannsbarn þekkir lög á borð við Like a Virgin með Madonnu, Let's Dance með David Bowie og Wild Boys með Duran Duran. Maðurinn á bak við þessi lög er þó ekki jafn þekktur en það er Nile nokkur Rodgers, Bandaríkjamaður, fæddur árið 1952. Rodgers hefur komið að samningu eða upptökustjórn margra af þekktustu og vinsælustu lögum síðustu ára. Þrátt fyrir að hafa efnast gríðarlega á lögum sínum hefur Rodgers haldið áfram að koma fram víða um heim og um leið sveiflast meistarinn á milli tónlistarstefna. Hann heldur tónleika í Hörpu á morgun með hljómsveit sinni, Chic. „Við förum í gegnum lífshlaup mitt á tónleikunum og sögu vinsælla laga minna,“ segir Rodgers. „Við förum frá Chic, Sister Sledge, Diana Ross til Madonnu, David Bowie, Duran Duran og svo aftur til Chic. Við vinnum okkur í gegnum lífshlaup okkar.“Nile Rodgers á tónleikum.MYND/GETTY„Tengsl mín við David Bowie voru mér mest gefandi því þau voru á tímapunkti í lífi mínu þegar ég lenti 6 sinnum í röð í skakkaföllum.“ Snilld Rodgers ómar nú í eyrum nýrrar kynslóðar en samstarf hans og hljómsveitarinnar Daft Punk þekkja flestir og nægir að nefna á smellinn Get Lucky í þeim efnum. „Þetta er sláandi fyrir okkur,“ segir Rodgers um vinsældir lagsins. „Þegar við tókum þessa skífu upp gerðum við það eins og alltaf: Þetta kom frá hjartanu og við trúðum á verkefnið. Við vissum að þetta yrði ólíkt því sem er á döfinni núna. Þetta var af gamla skólanum. Fólk virðist tengjast þessum hljóm.“ Það er hægara sagt en gert að viðhalda sköpunargleðinni eftir öll þessi. Rodger virðist þó ekki eiga í erfiðleikum með það. Hann líkir sköpunargáfu sinni við skrítin sjúkdóm, sem í sífellu hvíslar að honum. „Það er ekki auðvelt að skapa tónlist sem fer á toppinn en það er auðvelt að koma með tónlistarhugmyndir, laglínur, samhljóm, mótíf, hrynjanda því ég byggi alla tónlist mína á raunverulegum atburðum.“ „Ég ábyrgist að ég mun semja eitthvað um veru mína á Íslandi. Ég veit ekki hver útkoman verður en slíkt gerist alltaf hjá mér,“ segir Rodgers að lokum. Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira
Nile Rodgers, einn vinsælasti og áhrifamesti tónlistarmaður fyrr og síðar, er mættur til landsins en hann mun blása til tónlistarveislu í Hörpu á morgun. Kappinn hefur hug á að semja eitt stykki smell um Ísland. Hvert einasta mannsbarn þekkir lög á borð við Like a Virgin með Madonnu, Let's Dance með David Bowie og Wild Boys með Duran Duran. Maðurinn á bak við þessi lög er þó ekki jafn þekktur en það er Nile nokkur Rodgers, Bandaríkjamaður, fæddur árið 1952. Rodgers hefur komið að samningu eða upptökustjórn margra af þekktustu og vinsælustu lögum síðustu ára. Þrátt fyrir að hafa efnast gríðarlega á lögum sínum hefur Rodgers haldið áfram að koma fram víða um heim og um leið sveiflast meistarinn á milli tónlistarstefna. Hann heldur tónleika í Hörpu á morgun með hljómsveit sinni, Chic. „Við förum í gegnum lífshlaup mitt á tónleikunum og sögu vinsælla laga minna,“ segir Rodgers. „Við förum frá Chic, Sister Sledge, Diana Ross til Madonnu, David Bowie, Duran Duran og svo aftur til Chic. Við vinnum okkur í gegnum lífshlaup okkar.“Nile Rodgers á tónleikum.MYND/GETTY„Tengsl mín við David Bowie voru mér mest gefandi því þau voru á tímapunkti í lífi mínu þegar ég lenti 6 sinnum í röð í skakkaföllum.“ Snilld Rodgers ómar nú í eyrum nýrrar kynslóðar en samstarf hans og hljómsveitarinnar Daft Punk þekkja flestir og nægir að nefna á smellinn Get Lucky í þeim efnum. „Þetta er sláandi fyrir okkur,“ segir Rodgers um vinsældir lagsins. „Þegar við tókum þessa skífu upp gerðum við það eins og alltaf: Þetta kom frá hjartanu og við trúðum á verkefnið. Við vissum að þetta yrði ólíkt því sem er á döfinni núna. Þetta var af gamla skólanum. Fólk virðist tengjast þessum hljóm.“ Það er hægara sagt en gert að viðhalda sköpunargleðinni eftir öll þessi. Rodger virðist þó ekki eiga í erfiðleikum með það. Hann líkir sköpunargáfu sinni við skrítin sjúkdóm, sem í sífellu hvíslar að honum. „Það er ekki auðvelt að skapa tónlist sem fer á toppinn en það er auðvelt að koma með tónlistarhugmyndir, laglínur, samhljóm, mótíf, hrynjanda því ég byggi alla tónlist mína á raunverulegum atburðum.“ „Ég ábyrgist að ég mun semja eitthvað um veru mína á Íslandi. Ég veit ekki hver útkoman verður en slíkt gerist alltaf hjá mér,“ segir Rodgers að lokum.
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira