Lífið

Frægir Íslendingar láta drulla yfir sig

Tinni Sveinsson skrifar
Hildur Lilliendahl, Gísli Marteinn, María Rut, Siggi stormur, Friðrik Dór, Steindi Jr., Sverrir Bergmann og Heiða Kristín.
Hildur Lilliendahl, Gísli Marteinn, María Rut, Siggi stormur, Friðrik Dór, Steindi Jr., Sverrir Bergmann og Heiða Kristín.
Hver er ekki til í smádrullu fyrir gott málefni?

Að minnsta kosti ekki þeir tugir einstaklinga sem tóku þátt í skemmtilegu drulluverkefni á vegum Mýrarboltans og Vísis. Þessir snillingar áttu ekki í nokkrum vandræðum með að láta drulla yfir sig og eru myndbönd af öllu þessu fólki byrjuð að vekja mikla athygli.

Drullumyndböndin eru gerð til að vekja athygli á síðunni VISIR.IS/DRULLASTU en fram að Verslunarmannahelgi fer þar fram kosning þar sem almenningur getur haft áhrif á það hvernig milljón króna góðgerðarsjóður skiptist á milli fjögurra góðgerðarfélaga.

ADHD samtökin, Barnaheill – Save the Children á Íslandi, MND félagið á Íslandi og Þroskahjálp taka einnig þátt í þessu skemmtilega verkefni hér á Vísi og eru stuðningsmenn félaganna nú þegar byrjaðir að leggja sín lóð á vogarskálarnar með því að veita þeim sitt atkvæði.

Það er sáraeinfalt að taka þátt og kostar ekkert nema atkvæðið.

Taktu þátt hér!





Nú þegar eru nokkur drullumyndbönd farin á flug, meðal annars af Hildi Lilliendahl, Ívari Guðmunds, Ásgeiri Kolbeins, Áslaugu Örnu, Maríu Rut og Gísla Marteini.

Hægt er að skoða þau öll hér á Vísir Sjónvarp.

Á næstu dögum er síðan von á fleiri drullumyndböndum hingað á Vísi þar sem fleiri þjóðþekktir einstaklingar leggja sitt af mörkunum, hver og einn í nafni eins af hinum fjórum góðgerðarfélögum.







Verkefnið er sett af stað af Mýrarboltanum í tilefni af hinu árlega Mýrarboltamóti á Ísafirði um Verslunarmannahelgina. Landsbankinn, Avis og Carlsberg lögðu til milljón króna góðgerðasjóðinn sem skiptist hlutfallslega á milli félaganna fjögurra eftir atkvæðafjölda. Fyrirtækið Tjarnargatan útfærði hugmyndina að verkefninu.

Netverjar eru síðan eindregið hvattir til að deila vali sínu í kosningunni áfram með Facebook-vinum sínum til að flestir láti til sín taka í valinu á milli félaga.

Taktu þátt hér!












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.