Lífið

Breikdansa á Austurvelli

Marín Manda skrifar
Strákarnir fara á kostum í þessu myndbandi.
Strákarnir fara á kostum í þessu myndbandi.
Strákarnir í danshópnum Area of Stylez kynntust í gegnum dansinn en þeir koma víðs vegar að frá Tælandi, Víetnam, Nepal og Tíbet.

Hópurinn tók þátt danskeppninni Dans Dans Dans í bæði fyrstu og annari þáttarröð. Eftir keppnina fengu þeir mikla athygli og byrjuðu að kenna öðrum ungemennum að dansa Breikdans í dansskólum, meðal annars í dansskóla Jóns Péturs og Köru.

Area of Stylez  hafa verið duglegir að dansa um borgina en þeir segjast lifa fyrir dansinn.

Á dögunum voru þeir fengnir til að dansa í myndbandi við undirleik nýrra Vibro ferðahátalara sem fást hjá Advania.

"Við höfum verið að dansa mikið niðrí bæ, sérstaklega þegar við vorum að vinna fyrir Hitt Húsið. Okkur fannst þessir hátalarar vera algjör snilld og því bara gaman að nota þá. Þeir eru svo litlir og þægilegir og það er hægt að skella þeim á hvað sem er," segir Kristofer Aron Garcia einn dansaranna.

Ferðahátalararnir sem eru í myndbandinu er nýir á markaðnum en þeir eru það litlir að þeir passa nánast í lófann.

Hátalararnir eru einfaldlega tengdir með Bluetooth eða snúru við síma, spjaldtölvu, tölvu eða MP3 spilara. Síðan skal setja þá á góðan flöt -- helst holan og þá heyrirðu hvernig hljómurinn magnast. Frábærir í ferðalagið, partýið eða bara þar sem stuðið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.