María Birta vann Einkamálsmálið Kristján Hjálmarsson skrifar 15. júlí 2013 12:23 María Birta sagði fyrir dómi að hún hefði aldrei upplifað aðra eins árás og auglýsinguna á einkamal.is. Una Jóhannesdóttir hefur verið dæmd til að greiða Maríu Birtu Bjarnadóttur, verslunar- og leikkonu, 250 þúsund krónur í skaðabætur fyrir brot á friðhelgi einkalífsins vegna auglýsingar sem birtist á stefnumótasíðunni einkamal.is. Í auglýsingunni kom fram að kona með blá augu byði upp á kynlífsþjónustu og var sögð elska „gylltar sturtur“ og perlufestar. Símanúmer Maríu Birtu fylgdi með en auglýsingin var sett inn í óþökk hennar. Í kjölfar auglýsingarinnar fékk María Birta mörg símtöl og sms-skilaboð frá einstaklingum sem sóttust eftir þjónustunni. „Þetta voru skilaboð frá mönnum sem vildu vita hvaða upphæð ég tæki fyrir kynlífsathafnir,“ sagði María Birta við málflutninginn sem fram fór í júní. „Mér brá ofsalega, þetta er mesta árás sem ég hef lent í.“Í samtali við Harmageddon í júní sagði Una að um hrekk hefði verið að ræða. „Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una í viðtalinu. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að IP-tala Unu væri að baki auglýsingunni en Una neitaði alfarið sök. Hún sagðist hafa verið að hafa sig til þegar vinkona hennar bjó til auglýsinguna , sama kvöld og þær fóru út að skemmta sér. Þeim hafi þótt hugmyndin fyndin og að þær höfðu áður gert það sama gagnvart vinkonum sínum. Sama kvöld hittu þær Maríu Birtu sem var í miklu uppnámi út af auglýsingunni. Una segist ekki hafa sagt henni frá því að þær stæðu á bak við þetta, heldur kipptu auglýsingunni strax út. Síðar, þegar lögreglan hafði rekið IP töluna, komst María Birta að hinu sanna, og kærði málið. María Birta vildi fá 500 þúsund krónur í skaðabætur en voru, samkvæmt heimildum Vísis, dæmdar 250 þúsund. Dómurinn féll 5. júlí en dómari ákvað að birta hann ekki. Viðtalið við Unu má heyra hér að ofan. Tengdar fréttir Margir vildu afbrigðilegt kynlíf Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur höfðað skaðabótamál á hendur 25 ára gamalli konu sem setti auglýsingu í nafni Maríu inn á vefinn Einkamál. Hún krefst hálfrar milljónar króna í bætur auk málskostnaðar. 10. nóvember 2012 06:00 Sökuð um að hrella Maríu Birtu: "Mér finnst þetta asnalegt“ "Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. 13. júní 2013 16:28 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Sjá meira
Una Jóhannesdóttir hefur verið dæmd til að greiða Maríu Birtu Bjarnadóttur, verslunar- og leikkonu, 250 þúsund krónur í skaðabætur fyrir brot á friðhelgi einkalífsins vegna auglýsingar sem birtist á stefnumótasíðunni einkamal.is. Í auglýsingunni kom fram að kona með blá augu byði upp á kynlífsþjónustu og var sögð elska „gylltar sturtur“ og perlufestar. Símanúmer Maríu Birtu fylgdi með en auglýsingin var sett inn í óþökk hennar. Í kjölfar auglýsingarinnar fékk María Birta mörg símtöl og sms-skilaboð frá einstaklingum sem sóttust eftir þjónustunni. „Þetta voru skilaboð frá mönnum sem vildu vita hvaða upphæð ég tæki fyrir kynlífsathafnir,“ sagði María Birta við málflutninginn sem fram fór í júní. „Mér brá ofsalega, þetta er mesta árás sem ég hef lent í.“Í samtali við Harmageddon í júní sagði Una að um hrekk hefði verið að ræða. „Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una í viðtalinu. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að IP-tala Unu væri að baki auglýsingunni en Una neitaði alfarið sök. Hún sagðist hafa verið að hafa sig til þegar vinkona hennar bjó til auglýsinguna , sama kvöld og þær fóru út að skemmta sér. Þeim hafi þótt hugmyndin fyndin og að þær höfðu áður gert það sama gagnvart vinkonum sínum. Sama kvöld hittu þær Maríu Birtu sem var í miklu uppnámi út af auglýsingunni. Una segist ekki hafa sagt henni frá því að þær stæðu á bak við þetta, heldur kipptu auglýsingunni strax út. Síðar, þegar lögreglan hafði rekið IP töluna, komst María Birta að hinu sanna, og kærði málið. María Birta vildi fá 500 þúsund krónur í skaðabætur en voru, samkvæmt heimildum Vísis, dæmdar 250 þúsund. Dómurinn féll 5. júlí en dómari ákvað að birta hann ekki. Viðtalið við Unu má heyra hér að ofan.
Tengdar fréttir Margir vildu afbrigðilegt kynlíf Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur höfðað skaðabótamál á hendur 25 ára gamalli konu sem setti auglýsingu í nafni Maríu inn á vefinn Einkamál. Hún krefst hálfrar milljónar króna í bætur auk málskostnaðar. 10. nóvember 2012 06:00 Sökuð um að hrella Maríu Birtu: "Mér finnst þetta asnalegt“ "Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. 13. júní 2013 16:28 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Sjá meira
Margir vildu afbrigðilegt kynlíf Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur höfðað skaðabótamál á hendur 25 ára gamalli konu sem setti auglýsingu í nafni Maríu inn á vefinn Einkamál. Hún krefst hálfrar milljónar króna í bætur auk málskostnaðar. 10. nóvember 2012 06:00
Sökuð um að hrella Maríu Birtu: "Mér finnst þetta asnalegt“ "Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. 13. júní 2013 16:28