María Birta vann Einkamálsmálið Kristján Hjálmarsson skrifar 15. júlí 2013 12:23 María Birta sagði fyrir dómi að hún hefði aldrei upplifað aðra eins árás og auglýsinguna á einkamal.is. Una Jóhannesdóttir hefur verið dæmd til að greiða Maríu Birtu Bjarnadóttur, verslunar- og leikkonu, 250 þúsund krónur í skaðabætur fyrir brot á friðhelgi einkalífsins vegna auglýsingar sem birtist á stefnumótasíðunni einkamal.is. Í auglýsingunni kom fram að kona með blá augu byði upp á kynlífsþjónustu og var sögð elska „gylltar sturtur“ og perlufestar. Símanúmer Maríu Birtu fylgdi með en auglýsingin var sett inn í óþökk hennar. Í kjölfar auglýsingarinnar fékk María Birta mörg símtöl og sms-skilaboð frá einstaklingum sem sóttust eftir þjónustunni. „Þetta voru skilaboð frá mönnum sem vildu vita hvaða upphæð ég tæki fyrir kynlífsathafnir,“ sagði María Birta við málflutninginn sem fram fór í júní. „Mér brá ofsalega, þetta er mesta árás sem ég hef lent í.“Í samtali við Harmageddon í júní sagði Una að um hrekk hefði verið að ræða. „Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una í viðtalinu. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að IP-tala Unu væri að baki auglýsingunni en Una neitaði alfarið sök. Hún sagðist hafa verið að hafa sig til þegar vinkona hennar bjó til auglýsinguna , sama kvöld og þær fóru út að skemmta sér. Þeim hafi þótt hugmyndin fyndin og að þær höfðu áður gert það sama gagnvart vinkonum sínum. Sama kvöld hittu þær Maríu Birtu sem var í miklu uppnámi út af auglýsingunni. Una segist ekki hafa sagt henni frá því að þær stæðu á bak við þetta, heldur kipptu auglýsingunni strax út. Síðar, þegar lögreglan hafði rekið IP töluna, komst María Birta að hinu sanna, og kærði málið. María Birta vildi fá 500 þúsund krónur í skaðabætur en voru, samkvæmt heimildum Vísis, dæmdar 250 þúsund. Dómurinn féll 5. júlí en dómari ákvað að birta hann ekki. Viðtalið við Unu má heyra hér að ofan. Tengdar fréttir Margir vildu afbrigðilegt kynlíf Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur höfðað skaðabótamál á hendur 25 ára gamalli konu sem setti auglýsingu í nafni Maríu inn á vefinn Einkamál. Hún krefst hálfrar milljónar króna í bætur auk málskostnaðar. 10. nóvember 2012 06:00 Sökuð um að hrella Maríu Birtu: "Mér finnst þetta asnalegt“ "Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. 13. júní 2013 16:28 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Una Jóhannesdóttir hefur verið dæmd til að greiða Maríu Birtu Bjarnadóttur, verslunar- og leikkonu, 250 þúsund krónur í skaðabætur fyrir brot á friðhelgi einkalífsins vegna auglýsingar sem birtist á stefnumótasíðunni einkamal.is. Í auglýsingunni kom fram að kona með blá augu byði upp á kynlífsþjónustu og var sögð elska „gylltar sturtur“ og perlufestar. Símanúmer Maríu Birtu fylgdi með en auglýsingin var sett inn í óþökk hennar. Í kjölfar auglýsingarinnar fékk María Birta mörg símtöl og sms-skilaboð frá einstaklingum sem sóttust eftir þjónustunni. „Þetta voru skilaboð frá mönnum sem vildu vita hvaða upphæð ég tæki fyrir kynlífsathafnir,“ sagði María Birta við málflutninginn sem fram fór í júní. „Mér brá ofsalega, þetta er mesta árás sem ég hef lent í.“Í samtali við Harmageddon í júní sagði Una að um hrekk hefði verið að ræða. „Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una í viðtalinu. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að IP-tala Unu væri að baki auglýsingunni en Una neitaði alfarið sök. Hún sagðist hafa verið að hafa sig til þegar vinkona hennar bjó til auglýsinguna , sama kvöld og þær fóru út að skemmta sér. Þeim hafi þótt hugmyndin fyndin og að þær höfðu áður gert það sama gagnvart vinkonum sínum. Sama kvöld hittu þær Maríu Birtu sem var í miklu uppnámi út af auglýsingunni. Una segist ekki hafa sagt henni frá því að þær stæðu á bak við þetta, heldur kipptu auglýsingunni strax út. Síðar, þegar lögreglan hafði rekið IP töluna, komst María Birta að hinu sanna, og kærði málið. María Birta vildi fá 500 þúsund krónur í skaðabætur en voru, samkvæmt heimildum Vísis, dæmdar 250 þúsund. Dómurinn féll 5. júlí en dómari ákvað að birta hann ekki. Viðtalið við Unu má heyra hér að ofan.
Tengdar fréttir Margir vildu afbrigðilegt kynlíf Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur höfðað skaðabótamál á hendur 25 ára gamalli konu sem setti auglýsingu í nafni Maríu inn á vefinn Einkamál. Hún krefst hálfrar milljónar króna í bætur auk málskostnaðar. 10. nóvember 2012 06:00 Sökuð um að hrella Maríu Birtu: "Mér finnst þetta asnalegt“ "Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. 13. júní 2013 16:28 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Margir vildu afbrigðilegt kynlíf Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur höfðað skaðabótamál á hendur 25 ára gamalli konu sem setti auglýsingu í nafni Maríu inn á vefinn Einkamál. Hún krefst hálfrar milljónar króna í bætur auk málskostnaðar. 10. nóvember 2012 06:00
Sökuð um að hrella Maríu Birtu: "Mér finnst þetta asnalegt“ "Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. 13. júní 2013 16:28