Lífið

Giftu sig í höll

Leikkonan Halle Berry gekk að eiga frönsku kvikmyndastjörnuna Olivier Martinez í Vallery í Frakklandi á laugardaginn.

Athöfnin fór fram í lítilli höll og var sótt af sextíu gestum, nánum vinum og fjölskyldu brúðhjónanna. Veislan var haldin í tjaldi undir berum himni og boðið var upp á flugeldasýningu í tilefni dagsins.

Mikil öryggisgæsla.
Halle og Olivier kynntust árið 2010 þegar þau léku saman í Dark Tide og eiga nú von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir á Halle fimm ára dótturina Nahla með karlfyrirsætunni Gabriel Aubry. Þetta er fyrsta hjónaband Olivier en í þriðja sinn sem Halle gengur upp að altarinu.

Hjónasæla.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.