Stóra nærbuxnamálið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2013 15:30 Baldur í undirbuxunum Myn/Stefán Karlasson Baldur Sigurðsson, miðjumaður KR, fékk gult spjald í fyrri hálfleik í útileik KR gegn Glentoran á Norður-Írlandi í undankeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudagskvöldið. „Meinarðu stóra nærbuxnamálið?" spurði laufléttur Baldur Sigurðsson þegar blaðamaður spurði hann út í áminninguna í Belfast. Baldur spilar ávalt í undirbuxum undir stuttbuxum sínum og var Evrópuleikurinn engin undantekning. „Þær eru svartar öðru megin og gráar hinum megin. Ég sný þeim bara við þegar ég spila í hvítu stuttbuxunum," segir Baldur. Allajafna spila KR-ingar í svörtum stuttbuxum við sína hefðbundnu svörtu og hvítu treyju. Með appelsínugulri varatreyju nota KR-ingar hins vegar hvítar stuttbuxur. Bannað er að spila í undirbuxum í öðruvísi lit en stuttbuxurnar. „Dómararnir komu inn í klefa fyrir leik og skoðuðu okkur. Takkaskó og annað," segir Baldur. Sömu sögu hafi verið að segja í göngunum fyrir leik þegar nokkrir leikmenn KR voru sendir aftur inn í klefa til þess að laga sokka sína. Mývetningurinn fékk hins vegar engar athugasemdir.Baldur í Evrópuleik gegn HJK Helsinki í fyrra í svörtum undirbuxum.Mynd/Daníel„Á 30. mínútu er ég svo tæklaður og dómarinn gefur andstæðingnum gult spjald. Ég stend upp, meiði mig aðeins og er að komast af stað þegar dómarinn flautar agalega hátt," segir Baldur. Skipti þá engum toga. Baldur fékk áminningu og var gert að fara af velli og afklæðast buxunum. „Þetta var fáránlegt," segir Baldur ósáttur. Að hans sögn hafa dómarar á Íslandi sagt honum að þótt undirbuxurnar væru gráar væri það innan marka. Baldur er sérstaklega svekktur við spjaldið enda er hann nú aðeins einu spjaldi frá leikbanni. „Við vorum komnir í 1-0 og lítið að frétta hjá þeim á þessum tímapunkti," segir Baldur. Hann ætlar ekki að taka neina áhættu hvað undirbuxurnar varðar í Evrópuleikjunum gegn Standard Liege. „Ég ætla að fara til dómarans fyrir leik og biðja hann leyfis." Evrópudeild UEFA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Baldur Sigurðsson, miðjumaður KR, fékk gult spjald í fyrri hálfleik í útileik KR gegn Glentoran á Norður-Írlandi í undankeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudagskvöldið. „Meinarðu stóra nærbuxnamálið?" spurði laufléttur Baldur Sigurðsson þegar blaðamaður spurði hann út í áminninguna í Belfast. Baldur spilar ávalt í undirbuxum undir stuttbuxum sínum og var Evrópuleikurinn engin undantekning. „Þær eru svartar öðru megin og gráar hinum megin. Ég sný þeim bara við þegar ég spila í hvítu stuttbuxunum," segir Baldur. Allajafna spila KR-ingar í svörtum stuttbuxum við sína hefðbundnu svörtu og hvítu treyju. Með appelsínugulri varatreyju nota KR-ingar hins vegar hvítar stuttbuxur. Bannað er að spila í undirbuxum í öðruvísi lit en stuttbuxurnar. „Dómararnir komu inn í klefa fyrir leik og skoðuðu okkur. Takkaskó og annað," segir Baldur. Sömu sögu hafi verið að segja í göngunum fyrir leik þegar nokkrir leikmenn KR voru sendir aftur inn í klefa til þess að laga sokka sína. Mývetningurinn fékk hins vegar engar athugasemdir.Baldur í Evrópuleik gegn HJK Helsinki í fyrra í svörtum undirbuxum.Mynd/Daníel„Á 30. mínútu er ég svo tæklaður og dómarinn gefur andstæðingnum gult spjald. Ég stend upp, meiði mig aðeins og er að komast af stað þegar dómarinn flautar agalega hátt," segir Baldur. Skipti þá engum toga. Baldur fékk áminningu og var gert að fara af velli og afklæðast buxunum. „Þetta var fáránlegt," segir Baldur ósáttur. Að hans sögn hafa dómarar á Íslandi sagt honum að þótt undirbuxurnar væru gráar væri það innan marka. Baldur er sérstaklega svekktur við spjaldið enda er hann nú aðeins einu spjaldi frá leikbanni. „Við vorum komnir í 1-0 og lítið að frétta hjá þeim á þessum tímapunkti," segir Baldur. Hann ætlar ekki að taka neina áhættu hvað undirbuxurnar varðar í Evrópuleikjunum gegn Standard Liege. „Ég ætla að fara til dómarans fyrir leik og biðja hann leyfis."
Evrópudeild UEFA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira