Erlent

Telja Rússa munu handtaka samkynhneigða ferðamenn

Jóhannes Stefánsson skrifar
Samkynhneigðir njóta ekki réttinda á við gagnkynhneigðra í Rússlandi, meðal annars til verndar börnunum.
Samkynhneigðir njóta ekki réttinda á við gagnkynhneigðra í Rússlandi, meðal annars til verndar börnunum. AFP
Nýsamþykkt lög til höfuðs samkynhneigð í Rússlandi gætu orðið til þess að samkynhneigðir ferðamenn verði handteknir þar í landi.

Lögin gera það að verkum að ólöglegt er að vera með „samkynhneigðan áróður." Veftímaritið Travel + Escape heldur því fram að það eitt að bera að bera merki samkynhneigðra samtaka eða haldast í hendur við manneskju af sama kyni geti leitt til handtaka. Rússnesk yfirvöld telja að slíkt leiði til „bjagaðs skilnings" á samböndum.

Það geti síðan leitt til þess að fólk líti bæði á  sambönd samkynhneigðra einstaklinga og gagnkynhneigðra sem eðlileg, í óþökk stjórnvalda. Vladimir Pútín segir lögunum ætlað að vernda börn gegn barnaníðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×