Lífið

Áhafnarmeðlimir Húna fengu sér húðflúr

Allir áhafnarmeðlimir Húna mættu á Íslensku húðflúrstofuna í dag og létu flúra á sig akkeri.
Allir áhafnarmeðlimir Húna mættu á Íslensku húðflúrstofuna í dag og létu flúra á sig akkeri. Fréttablaðið/Arnþór
„Allur hópurinn er búinn að flúra á sig akkeri,“ segir tónlistarmaðurinn og áhafnarmeðlimur Húna, Jónas Sigurðsson, en áhafnarmeðlimir bátsins skelltu sér á Íslensku húðflúrstofuna í dag og létu flúra sig.

Það var Fjölnir tattú sjálfur sem tók á móti áhafnarmeðlimunum. „Við höfðum einhverja þrjá tíma aflögu, frá því að við komum í land og þar til við þurftum að hefjast handa við að undirbúa tónleikana,“ segir tónlistarmaðurinn, en hugmyndin blossaði upp á túrnum.

„Við ákváðum að við yrðum að fá okkur Húna-tattú og í upphafi ætluðu allir að fá sér mynd af bátnum. Svo vorum við bara svo mörg að við urðum að láta akkerið duga.“ Jónas lét flúra á sér upphandlegginn á meðan aðrir tóku hugmyndina skrefinu lengra. „Guðni Finnson bassaleikari fékk sér akkeri á bringuna. Hann er bara með Húna við hjartastað.“

Áhöfnin á Húna heldur tónleika við Sjóminjasafnið við Grandagarð í kvöld. Hljómsveitin hefur þá spilað á sextán stöðum víðs vegar um landið. Spurður að því hvort til standi að endurtaka verkefnið, segir Jónas það alveg óljóst. „Það taka kannski einhverjir aðrir við keflinu á næsta ári.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.