Lífið

Britney Spears með syni sína í strumpa myndbandi

Marín Manda skrifar
Britney Spears með strákunum sínum, Sean Preston og Jayden James.
Britney Spears með strákunum sínum, Sean Preston og Jayden James. getty/nordicphotos
Söngkonan Britney Spears tísti á Twitter í vikunni,“ Hve sætir eru strákarnir mínir?“ og deildi með aðdáendum sínum stuttu örmyndbandi.

Í myndbandinu situr söngkonan í bíósal með sonum sínum tveimum, Sean Preston og Jayden James og nartar í poppkorn.

Bræðurnir sem eru einstaklega líkir eru sex og sjö ára en faðir þeirra er fyrrverandi eiginmaður Britney, dansarann Kevin Federline.

Það má vera óhjákvæmilegt að vera í sviðsljósinu þegar móðurin er ein stærsta poppstjörna heims. Strákarnir leika sjálfa sig í myndbandinu en Britney var í förðun og hárgreiðslu þegar þeir voru festir á filmu.

Í síðasta mánuði gaf Britney út smáskífuna Ooh La La en lagið var samið fyrir teiknimyndina Strumparnir 2.

„Ég hef alltaf elskað Strumpana síðan ég var lítil stelpa og nú eru strákarnir mínir mestu strumpa aðdáendur sem hægt er að finna,“ lét Britney Spears hafa eftir sér en hún segist hafa viljað koma strákunum sínum á óvart með nýja laginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.