Lífið

Susan Sarandon kaupir íslenska list

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Susan Sarandon hefur heillast af íslenskri list síðustu daga.
Susan Sarandon hefur heillast af íslenskri list síðustu daga.
Susan Sarandon virti fyrir sér íslensk listaverk í Gallerí Koggu á Vesturgötu fyrr í dag. Hún virðist hafa orðið mjög hrifin þar sem hún endaði á að kaupa nokkur verk eftir keramiklistakonuna Koggu og eiginmann hennar, listamanninn Magnús Kjartansson.

Dóttir þeirra hjóna, Elsa Björg Magnúsdóttir, var við afgreiðslu í galleríinu þegar Sarandon rambaði inn. „Hún var virkilega hlédræg og naut þess að skoða verkin í ró og næði, enda gáfum við henni bara svigrúm til að litast um og vera til. Þetta var bara mjög ánægjulegt og gaman að hún hafi heillast af verkunum,“ segir Elsa Björg.

Susan er stödd í fríi á Íslandi þessa dagana, en Fréttablaðið greindi frá því í dag að hún hefði fest kaup á bók efir Hugleik Dagson í Máli og menningu í gær. Hún virðist því kunna vel að meta íslenska list.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.