Poppprinsinn Justin Bieber er þekktur fyrir að taka upp á ýmsu en nýjasta uppátæki hans slær öll met. Hann hélt tónleika í Toronto í Kanada í vikunni en ákvað fyrir tónleikana að hrækja á aðdáendur sína.
Justin kíkti út á svalir á hótelherbergi sínu og að sjálfsögðu var stór hópur aðdáenda sem beið eftir að berja goðið augum. Justin var umkringdur vinum sínum og hrækti beint ofan á áhorfendaskarann.
Myndarleg slumma.Söngvaranum og vinum hans fannst þetta afskaplega fyndið og tóku meira að segja myndir og myndbönd af atvikinu á síma sína.
Gripið í símana.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Justin notar munnvatn sitt sem vopn. Bandarískur plötusnúður sakaði hann á dögunum um að hafa hrækt framan í sig á bar eftir að poppprinsinn grunaði plötusnúðinn um að taka myndir af sér í leyfisleysi.