Hafdís Sigurðardóttir hafði sigur í 400 m hlaupi kvenna á Meistaramóti Íslands á Akureyri í dag eftir spennandi keppni við Anítu Hinriksdóttur.
Aníta keppir ekki í 800 m hlaupi á mótinu þar sem hún er í hvíld í greininni eftir annasamar vikur. Hún gerði hins vegar tilkall til sigurs í 400 m hlaupi.
Hafdís átti betri tíma í greininni og kom tæpri sekúndu á undan í mark, á 54,46 sekúndum. Aníta hljóp á 55,34 sekúndum.
Hafdís vann sigur í 100 m hlaupi kvenna fyrr í dag og stefnir á að vinna alls fjögur gull um helgina.
Þá sigraði Arndís Ýr Hafþórsdóttir í 1500 m hlaupi kvenna nokkuð örugglega.
400 m hlaup kvenna:
1. Hafdís Sigurðardóttir, UFA 54,46 sek.
2. Aníta Hinriksdóttir, ÍR 55,34
3. Stefanía Valdimarsdóttir, Breiðabliki 57,63
1500 m hlaup kvenna:
1. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni 4:49,18 mín.
2. Íris Anna Skúladóttir, Fjölni 4:56,26
3. María Birkisdóttir, USÚ 4:56,44

