Skorar á Vesturlönd að setja rússneska þingmenn í ferðabann Heimir Már Pétursson skrifar 26. júlí 2013 14:03 Nikolai Alekseev hefur margoft verið handtekinn fyrir tilraunir til að koma á gleðigöngum í Moskvu og víðar. Nikolai Alekseev lögfræðingur og leiðtogi réttindahreyfingar samkynhneigðra í Rússlandi segir að það hafi ekkert upp á sig að sniðganga vörur eins og Stolichnaya vodka til að þrýsta á rússnesk stjórnvöld að bæta ráð sitt varðandi mannréttindi hinsegin fólks. Framleiðendur vöru eins og Stolichnaya hafi engin áhrif á rússnesk stjórnvöld, Vladimir Pútin forseta og þingmenn Dúmunnar. Vilji vestræn ríki leggja mannréttindabaráttu hinsegin fólks í Rússlandi lið ættu þau að setja ráðherra og þingmenn sem stóðu t.d. að nýlegri lagasetningu sem þrengir mjög réttindi hinsegin fólks í Rússlandi á bannlista, þannig að þetta fólk geti ekki ferðast til Vesturlanda. Slík aðgerð væri mun líklegri til árangurs en það að sniðganga einstakar vörur frá Rússlandi. Ferðabann á nokkra þingmenn myndi fæla aðra stjórnmálamenn frá því að styðja óréttláta löggjöf gagnvart hinsegin fólki.Nikolai Alekseev getur tekið þátt í gleðigöngum utan Rússlands en ekki í heimalandinu þar sem slíkar göngur eru bannaðar.Nikolai talar af mikilli reynslu um þessi mál en hann hefur margoft verið handtekinn fyrir tilraunir til að koma á gleðigöngum í Moskvu og víðar og orðið fyrir líkamlegu ofbeldi andstæðinga réttinda hinsegin fólks sem gert hafa aðsúg að litlum hópum fólks sem reynt hafa að fara í gleðigöngur, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Þá handtók rússneska leyniþjónustan hann í fyrra og hélt honum á óþekktum stað í um hálfan mánuð og sleppti honum síðan lausum langt fyrir utan Moskvu. Stjórnvöld víða á Vesturlöndum spurðust fyrir um hann á meðan enginn vissi hvar hann var, m.a. Össur Skarphéðinsson þáverandi utanríkisráðherra, sem kallaði sendiherra Rússlands á sinn fund vegna málsins. Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira
Nikolai Alekseev lögfræðingur og leiðtogi réttindahreyfingar samkynhneigðra í Rússlandi segir að það hafi ekkert upp á sig að sniðganga vörur eins og Stolichnaya vodka til að þrýsta á rússnesk stjórnvöld að bæta ráð sitt varðandi mannréttindi hinsegin fólks. Framleiðendur vöru eins og Stolichnaya hafi engin áhrif á rússnesk stjórnvöld, Vladimir Pútin forseta og þingmenn Dúmunnar. Vilji vestræn ríki leggja mannréttindabaráttu hinsegin fólks í Rússlandi lið ættu þau að setja ráðherra og þingmenn sem stóðu t.d. að nýlegri lagasetningu sem þrengir mjög réttindi hinsegin fólks í Rússlandi á bannlista, þannig að þetta fólk geti ekki ferðast til Vesturlanda. Slík aðgerð væri mun líklegri til árangurs en það að sniðganga einstakar vörur frá Rússlandi. Ferðabann á nokkra þingmenn myndi fæla aðra stjórnmálamenn frá því að styðja óréttláta löggjöf gagnvart hinsegin fólki.Nikolai Alekseev getur tekið þátt í gleðigöngum utan Rússlands en ekki í heimalandinu þar sem slíkar göngur eru bannaðar.Nikolai talar af mikilli reynslu um þessi mál en hann hefur margoft verið handtekinn fyrir tilraunir til að koma á gleðigöngum í Moskvu og víðar og orðið fyrir líkamlegu ofbeldi andstæðinga réttinda hinsegin fólks sem gert hafa aðsúg að litlum hópum fólks sem reynt hafa að fara í gleðigöngur, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Þá handtók rússneska leyniþjónustan hann í fyrra og hélt honum á óþekktum stað í um hálfan mánuð og sleppti honum síðan lausum langt fyrir utan Moskvu. Stjórnvöld víða á Vesturlöndum spurðust fyrir um hann á meðan enginn vissi hvar hann var, m.a. Össur Skarphéðinsson þáverandi utanríkisráðherra, sem kallaði sendiherra Rússlands á sinn fund vegna málsins.
Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira