Lífið

Skipulagði óvænta afmælisveislu fyrir andlátið

Glee-stjarnan Cory Monteith fannst látinn á hótelherbergi sínu í Vancouver þann 13. júlí en hann lést úr of stórum skammti. Kærasta hans, Glee-stjarnan Lea Michele, syrgir Cory en hann var að skipuleggja óvæntan afmælisfagnað fyrir hana rétt áður en hann lést.

“Hún vissi ekki hvað en hún hélt að þetta yrði veisla eða ferðalag,” segir vinur Leu í samtali við tímaritið Us Weekly. Þá var parið með ýmislegt á framtíðarprjónunum.

Lea verður 27 ára í lok ágúst.
“Lea og Cory ætluðu að flytja inn saman þegar hann kæmi aftur frá Vancouver. Þau höfðu ekki talað saman um trúlofun eða hjónaband en það stefndi allt í það,” segir annar vinur í samtali við tímaritið.

Cory dó langt fyrir aldur fram.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.