Íslenski boltinn

Full rúta af Serbum á leið til Eyja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ungir stuðningsmenn ÍBV.
Ungir stuðningsmenn ÍBV. Mynd/Daníel
Ekki er enn orðið uppselt á leik ÍBV og Rauðu stjörnunnar í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld.

Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, segir að ekki sé enn uppselt á leikinn en aðeins 900 miðar eru í boði á leikinn.

Aðsókn á heimaleiki ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar hefur verið með besta móti og ekki farið undir þúsund manns. En strangari reglur eru í gildi á Evrópuleikjum og aðeins heimilt að selja í sæti.

Þar að auki á Óskar von á fjölmennum hópi stuðningsmönnum Rauðu stjörnunnar.

„Ég var að fá fregnir af því að það sé full rúta á leiðinni hingað frá Reykjavík, full af Serbum sem eru búsettir hér á landi,“ segir hann. „Þeim verður auðvitað vel tekið.“

Miðasala er í fullum gangi og er hægt að nálgast miða í Skýlinu, Tvistinum og Axel Ó. í Eyjum. Leikurinn hefst klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×