Erlent

Jane Austen prýðir pundið

Jane Austin tekur sig óneitanlega vel út á tíu punda seðlinum.
Jane Austin tekur sig óneitanlega vel út á tíu punda seðlinum. MYND/BBC
Jane Austen mun prýða tíu punda seðilinn eftir breytingar sem gerðar verða á breskum peningaseðlum árið 2017. Andlit hennar mun leysa Charles Darwin af hólmi. Þetta staðfesti Englandsbanki í yfirlýsingu í gær.

Í apríl á þessu ári hafi bankinn lýst því yfir að Winston Churchill myndi leysa  kvenskörunginn Elizabeth Fry af hólmi þegar breytingar verða gerðar á fimm punda seðlinum árið 2016. Bankinn hefur sætt harðri gagnrýni vegna þessarar ákvörðunar, og hafa feminístar krafist þess að Elísabet II Bretlandsdrottning verði ekki eina konan á peningaseðlum í Bretlandi.

Talsmaður bankans sagði í yfirlýsingunni að Jane Austen verðskuldaði fyllilega að ganga í hóp þeirra sögulegu stórmenna sem prýða breska pundið. Skáldsögur hennar eru lesnar í skólum um heim allan og hafa verið með þeim vinsælustu í breskri bókmenntasögu.

Peningaeðlar eru endurhannaðir reglulega í Bretlandi í því skyni að viðhalda öryggi og koma í veg fyrir peningafalsanir.

BBC greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×