Fáðu þér pönnsu! Brynhildur Björnsdóttir skrifar 25. júlí 2013 07:00 Kynlíf er alls staðar. Það er í tónlist og tónlistarmyndböndum, í auglýsingum um allt mögulegt, bókmenntum og listum. Það er skiljanlegt, kynlíf bæði selur og gleður. Flestir hafa áhuga á kynlífi, vilja upplifa það og njóta. Skiljanlega. En til þess að upplifa kynlíf, hvort sem það er frábært, meðalgott eða sæmilegt, er nauðsynlegt, bráðnauðsynlegt, að vita hvað það er ekki. Og þar vandast málið. Skilgreiningin á kynlífi er lituð umræðu um grá svæði, óljós skilaboð, breytilegt viljastig, nei sem þýða já, óskýrar línur. Pönnukökur eru mismunandi, þykkar, þunnar, með rjóma, sultu eða sýrópi,eða upprúllaðar með sykri.Sumir vilja þær með plokkfiski, súkkulaðirúsínum og chili... hver hefur sinn smekk. Sumir elska að baka pönnukökur, aðrir að borða, langflestir vilja frekar njóta sinnar pönnuköku í góðum félagsskap þótt þær geti líka verið bráðgóðar í einrúmi. Flestum finnst þær góðar. Og þeir sem einu sinni hafa fengið almennilega pönnuköku þekkja pönnukökur í framtíðinni. Hveiti, sykur, salt, lyftiduft, egg, vanilludropar, smjör og mjólk er ekki pönnukaka. Gæti orðið að pönnuköku, er reyndar grundvallaratriði til að pönnukökur geti orðið að verueika. En er ekki pönnukaka. Það þarf svo miklu meira til. Koss er meira en árekstur tveggja munna. Og kynlíf er miklu meira en snerting líkama og kynfæra sem endar í einhvers konar losun. Kynlíf er tilfinningar, nánd. samvinna og samtal, kossar og kúr, og svo má nota rjóma, sultu og kannski pínu chili ef fólk vill. Ef þig langar í pönnuköku skaltu baka. Ef þig langar í kynlíf skaltu fá samþykki. Annars ert þú sá sem gleypti hálft kíló af hveiti og hélt að hann hefði borðað pönnukökur. Kynlíf verður aðeins þegar allir þátttakendur eru sammála um að gera það. Ef samþykki liggur ekki fyrir er það ofbeldi. Það er ekkert flókið. Ekkert grátt svæði, ekkert kannski, ekkert ef. Fáðu já – annars er það ekki kynlíf.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Tengdar fréttir Í skjóli karlmennskunnar Á Vestur-Balkanskaga mega konur “ákveða” að gerast karlmenn. Öldungaráð samfélagsins þarf að samþykkja þennan gjörning. Í staðinn þarf konan að heita skírlífi. 24. júlí 2013 00:01 Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Kynlíf er alls staðar. Það er í tónlist og tónlistarmyndböndum, í auglýsingum um allt mögulegt, bókmenntum og listum. Það er skiljanlegt, kynlíf bæði selur og gleður. Flestir hafa áhuga á kynlífi, vilja upplifa það og njóta. Skiljanlega. En til þess að upplifa kynlíf, hvort sem það er frábært, meðalgott eða sæmilegt, er nauðsynlegt, bráðnauðsynlegt, að vita hvað það er ekki. Og þar vandast málið. Skilgreiningin á kynlífi er lituð umræðu um grá svæði, óljós skilaboð, breytilegt viljastig, nei sem þýða já, óskýrar línur. Pönnukökur eru mismunandi, þykkar, þunnar, með rjóma, sultu eða sýrópi,eða upprúllaðar með sykri.Sumir vilja þær með plokkfiski, súkkulaðirúsínum og chili... hver hefur sinn smekk. Sumir elska að baka pönnukökur, aðrir að borða, langflestir vilja frekar njóta sinnar pönnuköku í góðum félagsskap þótt þær geti líka verið bráðgóðar í einrúmi. Flestum finnst þær góðar. Og þeir sem einu sinni hafa fengið almennilega pönnuköku þekkja pönnukökur í framtíðinni. Hveiti, sykur, salt, lyftiduft, egg, vanilludropar, smjör og mjólk er ekki pönnukaka. Gæti orðið að pönnuköku, er reyndar grundvallaratriði til að pönnukökur geti orðið að verueika. En er ekki pönnukaka. Það þarf svo miklu meira til. Koss er meira en árekstur tveggja munna. Og kynlíf er miklu meira en snerting líkama og kynfæra sem endar í einhvers konar losun. Kynlíf er tilfinningar, nánd. samvinna og samtal, kossar og kúr, og svo má nota rjóma, sultu og kannski pínu chili ef fólk vill. Ef þig langar í pönnuköku skaltu baka. Ef þig langar í kynlíf skaltu fá samþykki. Annars ert þú sá sem gleypti hálft kíló af hveiti og hélt að hann hefði borðað pönnukökur. Kynlíf verður aðeins þegar allir þátttakendur eru sammála um að gera það. Ef samþykki liggur ekki fyrir er það ofbeldi. Það er ekkert flókið. Ekkert grátt svæði, ekkert kannski, ekkert ef. Fáðu já – annars er það ekki kynlíf.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Í skjóli karlmennskunnar Á Vestur-Balkanskaga mega konur “ákveða” að gerast karlmenn. Öldungaráð samfélagsins þarf að samþykkja þennan gjörning. Í staðinn þarf konan að heita skírlífi. 24. júlí 2013 00:01
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun