Í skjóli karlmennskunnar Unnsteinn Manuel Stefánsson skrifar 24. júlí 2013 00:00 Á Vestur-Balkanskaga mega konur „ákveða” að gerast karlmenn. Öldungaráð samfélagsins þarf að samþykkja þennan gjörning. Í staðinn þarf konan að heita skírlífi. Þessar konur kallast þá burrnesha. Fæstar gerast þær þó karlmenn út frá kynferði. Þær eru ekki að fara í kynleiðréttingu, heldur neyðast þær í flestum tilvikum til þess að standa í þessu út frá jafnréttissjónarmiðum. Gegn því skilyrði að þær séu hreinar meyjar til æviloka fá þær öll réttindi sem karlmenn njóta. Karlmenn fá reyndar að njóta þeirra ásamt kynlifi. Burnesha mega kjósa, keyra, drekka, reykja og síðast en ekki síst erfa fjölskyldu sína. Aðrar grípa til þessara ráða til að forðast að vera neyddar í hjónaband. Enn aðrar vilja líka bara njóta þess að geta lifað sem karlmaður - sem er miklu auðveldara líf á þessum slóðum. Í rauninni er líf karlmanna auðveldara líf á allt of mörgum stöðum í heiminum. Við höfum alltaf haft of margar reglur, skrifaðar og óskrifaðar um hvað kynin mega og hvað ekki. Við karlmenn þurfum ekki að farða okkur, ganga í háhæluðum skóm eða sitja á sérstakan hátt til þess að teljast ekki óvenjulegir. Við megum hegða okkur hvernig sem er. En smátt og smátt er það sem við misskiljum oft sem karlmennska að gera útaf við okkur. Útlitsdýrkun, klám og hópþrýstingur mun kollkeyra okkar yngstu og áhrifagjörnustu menn. Við reynum að ræða tilfinningar okkar sem minnst. Við þurfum alltof oft að „sanna” karlmennsku okkar með misskemmtilegum afleiðingum. Við felum okkur í skjóli karlmennskunnar. Á vissan hátt erum við komin nokkuð langt í jafnréttismálum á Íslandi. Við þurfum samt að gera okkur grein fyrir því að það eru til alvöru vandamál sem eru kynbundin. Kynbundið ofbeldi er staðreynd. Launamunur kynjanna er staðreynd þrátt fyrir að hærra hlutfall menntaðra kvenna sé líka staðreynd. Við höfum ekki enn haft okkur í það að þyngja dóma við kynferðisofbeldi, eða að hækka laun þeirra sem ala upp börnin okkar. Og ekki treystum við konum í stjórnir fyrirtækja. Maður kemst ekki hjá því að sjá mynstur í þessu. Mynstur sem þarf að uppræta því konur eru, eftir allt saman, fimmtíu prósent mannkyns og eiga virðingu skilið, alveg eins og við. -uniDruslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Kúrinn Ég á þrjú ár eftir í þrítugt. Ég er ekkert rosalega gömul. En þegar ég var að alast upp voru skilaboðin eitthvað á þá leið,að æðsta dyggð ungrar konu væri að kunna að láta ganga á eftir sér. 21. júlí 2013 14:40 Takk, stelpur Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. 19. júlí 2013 16:15 Tökum ábyrgðina á kæru kynferðisbrots af brotaþolum Það felst mikil ábyrgð í því að ganga inn á lögreglustöð og kæra einhvern fyrir brot. Samfélagið hefur tekið af okkur hnefaréttinn og fært þetta vald lögreglunni og dómsvaldinu í landinu. 22. júlí 2013 00:01 Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Á Vestur-Balkanskaga mega konur „ákveða” að gerast karlmenn. Öldungaráð samfélagsins þarf að samþykkja þennan gjörning. Í staðinn þarf konan að heita skírlífi. Þessar konur kallast þá burrnesha. Fæstar gerast þær þó karlmenn út frá kynferði. Þær eru ekki að fara í kynleiðréttingu, heldur neyðast þær í flestum tilvikum til þess að standa í þessu út frá jafnréttissjónarmiðum. Gegn því skilyrði að þær séu hreinar meyjar til æviloka fá þær öll réttindi sem karlmenn njóta. Karlmenn fá reyndar að njóta þeirra ásamt kynlifi. Burnesha mega kjósa, keyra, drekka, reykja og síðast en ekki síst erfa fjölskyldu sína. Aðrar grípa til þessara ráða til að forðast að vera neyddar í hjónaband. Enn aðrar vilja líka bara njóta þess að geta lifað sem karlmaður - sem er miklu auðveldara líf á þessum slóðum. Í rauninni er líf karlmanna auðveldara líf á allt of mörgum stöðum í heiminum. Við höfum alltaf haft of margar reglur, skrifaðar og óskrifaðar um hvað kynin mega og hvað ekki. Við karlmenn þurfum ekki að farða okkur, ganga í háhæluðum skóm eða sitja á sérstakan hátt til þess að teljast ekki óvenjulegir. Við megum hegða okkur hvernig sem er. En smátt og smátt er það sem við misskiljum oft sem karlmennska að gera útaf við okkur. Útlitsdýrkun, klám og hópþrýstingur mun kollkeyra okkar yngstu og áhrifagjörnustu menn. Við reynum að ræða tilfinningar okkar sem minnst. Við þurfum alltof oft að „sanna” karlmennsku okkar með misskemmtilegum afleiðingum. Við felum okkur í skjóli karlmennskunnar. Á vissan hátt erum við komin nokkuð langt í jafnréttismálum á Íslandi. Við þurfum samt að gera okkur grein fyrir því að það eru til alvöru vandamál sem eru kynbundin. Kynbundið ofbeldi er staðreynd. Launamunur kynjanna er staðreynd þrátt fyrir að hærra hlutfall menntaðra kvenna sé líka staðreynd. Við höfum ekki enn haft okkur í það að þyngja dóma við kynferðisofbeldi, eða að hækka laun þeirra sem ala upp börnin okkar. Og ekki treystum við konum í stjórnir fyrirtækja. Maður kemst ekki hjá því að sjá mynstur í þessu. Mynstur sem þarf að uppræta því konur eru, eftir allt saman, fimmtíu prósent mannkyns og eiga virðingu skilið, alveg eins og við. -uniDruslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Kúrinn Ég á þrjú ár eftir í þrítugt. Ég er ekkert rosalega gömul. En þegar ég var að alast upp voru skilaboðin eitthvað á þá leið,að æðsta dyggð ungrar konu væri að kunna að láta ganga á eftir sér. 21. júlí 2013 14:40
Takk, stelpur Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. 19. júlí 2013 16:15
Tökum ábyrgðina á kæru kynferðisbrots af brotaþolum Það felst mikil ábyrgð í því að ganga inn á lögreglustöð og kæra einhvern fyrir brot. Samfélagið hefur tekið af okkur hnefaréttinn og fært þetta vald lögreglunni og dómsvaldinu í landinu. 22. júlí 2013 00:01
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar