Lífið

Skemmti sér á stelpukvöldi þegar hún fékk símtalið

Glee-stjarnan Lea Michele var að skemmta sér með vinkonum sínum þegar hún fékk símtalið um að kærasti hennar til rúmlega árs, Cory Monteith, væri látinn.

“Lea byrjaði að öskra, hún var í rusli. Enginn vissi hvað ætti að segja. Þetta var hræðilegt. Hún trúði þessu ekki,” segir heimildarmaður í samtali við PEOPLE.

Syrgir kærasta sinn.
Cory, sem var meðleikari Leu í sjónvarpsþáttunum Glee, lést þann 13. júlí síðastliðinn úr of stórum skammti af heróíni. Lea mun halda áfram í þáttunum en nýjustu seríunni hefur verið frestað vegna andláts þessa hæfileikaríka, unga manns.

Blessuð sé minning Cory.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.