Lífið

Byrjaður með stílistanum

Grínistinn Russell Brand lét fara vel um sig í Hollywood í síðustu viku með dökkhærðri konu. Nú hefur komið á daginn að þessi dökkhærða kona er Nicola Schuller, stílisti Russells til tíu ára.

“Nicola hefur verið góð vinkona Russells í mörg ár og gat hann grátið á öxl hennar þegar hann skildi við Katy Perry og alltaf þegar hann hefur hætt með konum. En sambandið hefur þróast í meira en vináttu síðustu vikur. Að þau hafi verið að kyssast á almannafæri segir meira en mörg orð,” segir vinur spéfuglsins.

Knús í hús.
Nicola á eitt barn úr fyrra sambandi en Russell lét einmitt hafa eftir sér fyrir stuttu að hann vildi festa ráð sitt og stofna fjölskyldu fljótlega.

Russell var kvæntur söngkonunni Katy Perry.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.