Tökum ábyrgðina á kæru kynferðisbrots af brotaþolum Helga Vala Helgadóttir og Héraðsdómslögmaður skrifa 22. júlí 2013 00:01 Það felst mikil ábyrgð í því að ganga inn á lögreglustöð og kæra einhvern fyrir brot. Samfélagið hefur tekið af okkur hnefaréttinn og fært þetta vald lögreglunni og dómsvaldinu í landinu. Þess vegna tel ég mikilvægt að við horfum á það hvernig við högum því valdi sem felst í ákvörðun um rannsókn, kæru og ákæru vegna kynferðisbrota. Í praksís er þetta þannig að sé framið kynferðisbrot þá er þess krafist að lögð sé fram kæra af hálfu brotaþola. Þá fyrst hefst rannsókn málsins. Einstaka sinnum er um það að ræða að lögregla er kölluð á staðinn, rannsóknarhagsmunir krefjast þess að rannsókn sé hafin, brotamaður handtekinn og vettvangur rannsakaður. Engu að síður er þess krafist að brotaþoli leggi inn kæruna. Oft og tíðum er fyrsta vitneskja lögreglu af kynferðisbroti þegar starfsfólk Neyðarmóttöku hefur samband við lögreglu eða þegar brotaþoli kærir til lögreglu. Hvernig sem lögreglan kemst á snoðir um brotið þá er þess alltaf krafist að brotaþoli eða forráðamaður hans kæri brotið svo hægt sé að halda áfram með málið. Þarna vil ég sjá breytingar. Það felst mikil ábyrgð í því að leggja fram kæru. Sum brot eru þess eðlis að sá brotlegi hefur, vegna tengsla við brotaþola, áfram ægivald yfir brotaþola. Þá verður ákvörðun um kæru enn þyngri og flóknari þrátt fyrir það svívirðilega brot sem framið hefur verið. Auk þess gríðarlega áfalls sem brotaþoli hefur orðið fyrir bætist við álag vegna þrýstings frá hinum brotlega, vinum eða mögulega fjölskyldu hans að leggja ekki fram kæru. Valdið er sett í hendur brotaþola. Þannig gerist það ítrekað að brotaþoli þorir alls ekki að leggja fram kæru vegna hótana hins brotlega um frekara ofbeldi verði brotið kært. Rökin fyrir því að setja ábyrgðina um kæru í hendur brotaþola eru þau að án hans aðstoðar verði lítið úr rannsókninni þar sem í þessum málum er oft eingöngu að finna eitt vitni að brotinu, brotaþola sjálfan. Orð á móti orði eru sögð rökin gegn því að hefja málsmeðferð án kæru brotaþola. Ég vil sjá okkur snúa ábyrgðinni við og að lögregla hefji þegar í stað rannsókn máls eftir að lögreglu berst vitneskja um brotið nema brotaþoli krefjist þess eindregið að rannsókn fari ekki fram. Þannig fer frumkvæði málsins af herðum brotaþola og yfir til þeirra er ábyrgðina hafa, lögreglunnar í landinu. Slíkt fyrirkomulag þekkist vegna annarra ofbeldisbrota og ætti því einnig að vera brúkað í þessum málum. Hinn brotlegi, vinir hans og fjölskylda, geta þá ekki beitt brotaþola þrýstingi og kennt brotaþola um, fari lögreglan af stað með rannsókn málsins.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Tengdar fréttir Kúrinn Ég á þrjú ár eftir í þrítugt. Ég er ekkert rosalega gömul. En þegar ég var að alast upp voru skilaboðin eitthvað á þá leið,að æðsta dyggð ungrar konu væri að kunna að láta ganga á eftir sér. 21. júlí 2013 14:40 Takk, stelpur Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. 19. júlí 2013 16:15 Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það felst mikil ábyrgð í því að ganga inn á lögreglustöð og kæra einhvern fyrir brot. Samfélagið hefur tekið af okkur hnefaréttinn og fært þetta vald lögreglunni og dómsvaldinu í landinu. Þess vegna tel ég mikilvægt að við horfum á það hvernig við högum því valdi sem felst í ákvörðun um rannsókn, kæru og ákæru vegna kynferðisbrota. Í praksís er þetta þannig að sé framið kynferðisbrot þá er þess krafist að lögð sé fram kæra af hálfu brotaþola. Þá fyrst hefst rannsókn málsins. Einstaka sinnum er um það að ræða að lögregla er kölluð á staðinn, rannsóknarhagsmunir krefjast þess að rannsókn sé hafin, brotamaður handtekinn og vettvangur rannsakaður. Engu að síður er þess krafist að brotaþoli leggi inn kæruna. Oft og tíðum er fyrsta vitneskja lögreglu af kynferðisbroti þegar starfsfólk Neyðarmóttöku hefur samband við lögreglu eða þegar brotaþoli kærir til lögreglu. Hvernig sem lögreglan kemst á snoðir um brotið þá er þess alltaf krafist að brotaþoli eða forráðamaður hans kæri brotið svo hægt sé að halda áfram með málið. Þarna vil ég sjá breytingar. Það felst mikil ábyrgð í því að leggja fram kæru. Sum brot eru þess eðlis að sá brotlegi hefur, vegna tengsla við brotaþola, áfram ægivald yfir brotaþola. Þá verður ákvörðun um kæru enn þyngri og flóknari þrátt fyrir það svívirðilega brot sem framið hefur verið. Auk þess gríðarlega áfalls sem brotaþoli hefur orðið fyrir bætist við álag vegna þrýstings frá hinum brotlega, vinum eða mögulega fjölskyldu hans að leggja ekki fram kæru. Valdið er sett í hendur brotaþola. Þannig gerist það ítrekað að brotaþoli þorir alls ekki að leggja fram kæru vegna hótana hins brotlega um frekara ofbeldi verði brotið kært. Rökin fyrir því að setja ábyrgðina um kæru í hendur brotaþola eru þau að án hans aðstoðar verði lítið úr rannsókninni þar sem í þessum málum er oft eingöngu að finna eitt vitni að brotinu, brotaþola sjálfan. Orð á móti orði eru sögð rökin gegn því að hefja málsmeðferð án kæru brotaþola. Ég vil sjá okkur snúa ábyrgðinni við og að lögregla hefji þegar í stað rannsókn máls eftir að lögreglu berst vitneskja um brotið nema brotaþoli krefjist þess eindregið að rannsókn fari ekki fram. Þannig fer frumkvæði málsins af herðum brotaþola og yfir til þeirra er ábyrgðina hafa, lögreglunnar í landinu. Slíkt fyrirkomulag þekkist vegna annarra ofbeldisbrota og ætti því einnig að vera brúkað í þessum málum. Hinn brotlegi, vinir hans og fjölskylda, geta þá ekki beitt brotaþola þrýstingi og kennt brotaþola um, fari lögreglan af stað með rannsókn málsins.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Kúrinn Ég á þrjú ár eftir í þrítugt. Ég er ekkert rosalega gömul. En þegar ég var að alast upp voru skilaboðin eitthvað á þá leið,að æðsta dyggð ungrar konu væri að kunna að láta ganga á eftir sér. 21. júlí 2013 14:40
Takk, stelpur Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. 19. júlí 2013 16:15
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun