Lífið

Hann var meiri fíkill en við vissum

Glee-stjarnan Cory Monteith dó fyrir rétt rúmri viku og kom á daginn að hann hafði lifað tvöföldu lífi. Cory var fíkill í áfengi og eiturlyf og segir faðir hans Joe að Cory hafi verið dýpra sokkinn en hann gerði sér grein fyrir.

“Hann var meiri fíkill en við vissum. Móðir hans var sú fyrsta sem tók eftir því að þetta væri vandamál,” segir Joe í viðtali við ET Canada en hann og móðir Cory, Ann McGregor, skildu þegar Cory var sjö ára. Joe tók ekki mikinn þátt í lífi sonar síns en er sleginn yfir því að hann hafi látist úr of stórum skammti aðeins 31 árs gamall.

Cory sló í gegn í sjónvarpsþáttunum Glee.
“Ég trúði því ekki þegar ég heyrði fréttirnar. Ég trúi því ekki enn. Ég mun sakna Cory mjög, mjög mikið.”

Með kærustunni, Leu Michele.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.