Fótbolti

Hræðist ekki neitt og er til í hvað sem er, eins og Ísland

Óskar Ófeigur Jónsson í Halmstad skrifar
Guðbjörg Gunnarsdóttir með Sigurwin.
Guðbjörg Gunnarsdóttir með Sigurwin. Mynd/Fésbókin
Það verða ekki aðeins leikmenn íslenska kvennalandsliðsins sem mæta á blaðamannafund íslenska liðsins í dag því þar verður einnig nýjasta stjarna liðsins, lukku-gullfiskurinn Sigurwin.

Íslenskum blaðamönnum var lofað því í gær að þeir fengju að sjá Sigurwin þegar þeir hitta stelpurnar á hótelinu í dag.

Á fésbókarsíðu kvennalandsliðsins er skemmtilegur texti um þennan smávaxna fisk sem er að öðlast heimsfrægð enda voru sænsku blaðamennirnir afar áhugasamir um hann í gær.

„Gullfiskurinn Sigurwin hefur vakið mikla athygli. Mörg íþróttalið eiga sér lukkudýr, sum stór og hættuleg. Sigurwin er pínkulítill. En hann er hugumprúður og heiðarlegur, með stórt hjarta og hugrakkur með eindæmum. Hann hræðist ekki neitt og er til í hvað sem er, gegn hverjum sem er. Eins og Ísland ...," segir á fésbókarsíðu íslenska liðsins.

Sigurwin kemur væntanlega ferskur á blaðamannafundinn enda fékk hann dekurdag í gær þar sem hann slapp meðal annars úr krukkunni og fékk að sprika aðeins í baðkari.


Tengdar fréttir

Sigurwin er nýja lukkudýr íslensku stelpnanna

Það styttist óðum í fyrsta leik íslensku stelpnanna á EM kvenna í fótbolta sem hófst með leikjum í A-riðli í dag. Á morgun er síðan komið að B-riðlinum þar sem íslenska liðið er í eldlínunni.

Lukkudýrið Sigurwin er að slá í gegn í Svíþjóð

"Það var einn frakkur fótboltakappi frá Vestmannaeyjum sem hét Sigurvin Ólafsson og kallaður Venni,“ sagði Elísa Viðarsdóttir aðspurð um nafnið á lukkudýri kvennalandsliðsins, en hún fékk það hlutverk að passa upp á hann eftir sigurleikinn á móti Hollandi í kvöld.

Sigurwin fékk dekur í gær

Sænsku blaðamennirnir höfðu mikinn áhuga á lukkudýri íslenska kvennalandsliðsins, gullfisknum Sigurwin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×