Lífið

Egill Gunnar í Good Morning America

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Egill Gunnar er ótrúlega fær á brettinu, en hann hefur æft fimleika síðastliðin fimm ár.
Egill Gunnar er ótrúlega fær á brettinu, en hann hefur æft fimleika síðastliðin fimm ár.
Myndskeið, sem sýnir íslenska hjólabrettakappann Egil Gunnar Kristjánsson fara afturábak heljarstökk á hjólabretti og lenda örugglega á öðru bretti, var sýnt í sjónvarpsþættinum Good Morning America á ABC sjónvarpsstöðinni í morgun. Milljónir manna fylgjast með þættinum á degi hverjum og má því búast við að ansi margir hafi séð Egil Gunnar leika listir sínar á hjólabrettinu.

Hjólin eru svo sannarlega byrjuð að snúast hjá hjólabrettakappanum unga en myndbandið hefur farið eins og eldur í sinu um veraldarvefinn. Þegar Vísir birti frétt um Egil í fyrradag höfðu þrjú þúsund manns horft á myndskeiðið en nú hafa rúmlega 66 þúsund manns horft á það.

Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa haft samband við Egil síðustu klukkutíma, þar á meðal fréttarisarnir Fox Sports og MSN News, svo segja má að tilboðunum rigni yfir drenginn.

„Við höldum okkur á jörðinni og reynum að svara stærstu fyrirspurnunum fyrst. Ég þekki markaðinn úti í Bandaríkjunum nokkuð vel og það er virkilega spennandi að sjá hvað gerist,“ segir Leon Sebran Kemp, umboðsmaður Egils.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.