Lífið

Ráðleggur ungum konum að fara í sálfræðimeðferð

Leikkonan Jennifer Aniston myndi gera ýmislegt öðruvísi ef hún gæti farið aftur í tímann. Þetta segir hún í viðtali við meðleikari sinn í We’re the Millers, Jason Sudeikis, í tímaritinu Glamour.

Jason spyr hana hvaða ráð hún myndi gefa sjálfri sér þegar hún var á fertugsaldrinum en Jennifer er 44ra ára. Hún var rétt rúmlega þrítug þegar hún gekk að eiga leikarann Brad Pitt en hjónaband þeirra entist aðeins í fimm ár.

Vitkast með aldrinum.
“Á fertugsaldrinum. Farðu í sálfræðimeðferð. Hreinsaðu þig af öllum vandræðum. Reyndu að skilja hver þú ert. Menntaðu þig um sjálfið. Það er hægt að afturkalla ýmsa hluti. Þú getur öðlast hamingju ef þú ert óhamingjusamur einstaklingur. Hamingja er valkostur,” segir Jennifer sem er í sambandi með Justin Theroux.

Brad og Jennifer voru gift í fimm ár.
“Þú verðskuldar að eignast fjölskyldu. Þú laðar það að þér þegar þú elskar sjálfan þig í alvörunni.”

Planar brúðkaup með Justin.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.