Bíó og sjónvarp

Eddie Murphy snýr aftur sem Axel Foley í Beverley Hills Cop 4

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Eddie Murphy
Eddie Murphy
Undirbúningur er hafinn á fjórðu kvikmyndinni um Axel Foley, Beverley Hills lögguna, með Eddie Murphy í aðalhlutverki.

Vísir greindi frá því á dögunum að sjónvarpsþættir byggðir á hinum fornfrægu Beverly Hills Cop-myndum hafi verið í bígerð, en í þetta sinn átti sonur hins broshýra Axel Foley að leysa vandann í þáttum sem CBS sjónvarpsstöðin hafði áhuga á að framleiða.

Murphy og höfundur Shield þáttanna, Shawn Ryan, framleiddu prufuþáttinn.

Prufuþátturinn hefur greinilega ekki fallið að smekk yfirmanna hjá CBS því að  nýlega bárust þær fréttir að sjónvarpsstöðin hafi ákveðið að halda ekki áfram gerð sjónvarpsseríunnar.

Aðdáendur myndanna höfðu margir hverjir beðið í ofvæni eftir þáttaröðinni. Hinsvegar, hafa sögusagnir farið í gang þess efnis að ný kvikmynd verði framleidd í stað þáttanna.

Þannig segir sagan að ný kvikmynd sé í pípunum, sú fjórða í röð Beverley Hills Cop-myndanna, sem mun skarta Eddie Murphy í aðalhlutverki, nú sem endranær.

Síðasta Beverley Hills Cop myndin, sem var númer þrjú í röðinni, var leikstýrt af John Landis og kom út árið 1994.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×