Bíó og sjónvarp

2 Guns hefur þegar fengið góðar móttökur

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Baltasar Kormákur leggur Hollywood að fótum sér
Baltasar Kormákur leggur Hollywood að fótum sér Vísir/GettyImages
Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks 2 Guns, sem skartar Denzel Washington og Mark Wahlberg í aðahlutverkum, hefur hlotið lof gagnrýnenda, en myndin var frumsýnd í New York-borg í gær.

Matthew Fine, hjá Hollywood and Fine - sem skrifar meðal annars fyrir Huffington Post, segir 2 Guns vera: Bangin' - sem mætti útleggjast á íslensku sem „dúndur.“

Hann segir Baltasar hafa staðið sig sérstaklega vel í leikaravali og hafa sýnt að kvikmyndir geta verið fyndnar, spennandi og skemmtilegar á innan við tveimur tímum.

Kvikmyndin hefur göngu sína í kvikmyndahúsum vestanhafs þann 2. ágúst næstkomandi, en á Íslandi þann 7. ágúst.

Hér fylgir stikla úr kvikmyndinni:

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×