Bayern München byrjaði titilvörnina í þýsku úrvalsdeildinni með 3-1 sigri á Mönchengladbach í opnunarleik Bundesligunnar í München í kvöld.
Þetta var fyrsti deildarleikur Bayern-liðsins undir stjórn Spánverjans Pep Guardiola sem gerði frábæra hluti með Barcelona-liðinu á árunum 2008 til 2012 en tók við þýsku meisturunum í sumar.
Bayern byrjaði leikinn frábærlega og var komið í 2-0 á fyrstu sextán mínútum leiksins. Arjen Robben skoraði fyrsta markið á 12. mínútu eftir sendingu Franck Ribéry og fjórum mínútum síðar bætti Mario Mandzukic við öðru marki.
Brasilíumaðurinn Dante varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark á 41. mínútu og staðan var því 2-1 í hálfleik.
Austurríkismaðurinn David Alaba innsiglaði síðan sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 60. mínútu sem dæmd var á varnarmann Gladbach fyrir að handleika boltann í teignum.
Þrjú stig í fyrsta leik hjá Guardiola
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
