Lífið

Nýtt lag og myndband frá Unni Eggerts

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Tökur myndbandsins fóru að mestu fram á strönd í Suður-Hvoli í Vík.
Tökur myndbandsins fóru að mestu fram á strönd í Suður-Hvoli í Vík.
Söngkonan Unnur Eggertsdóttir hefur sent frá sér lagið "Við stingum af" en lagið er samið af upptökuteyminu StopWaitGo.

Unnur samdi textann sjálf í samstarfi við strákana í StopWaitGo en það voru þeir Hörður Ragnarsson, Ólafur Jón Thoroddsen og Bjarki Vilmarsson hjá Novus sem sáu um upptökur.

"Við tókum upp á ýmsum fallegum stöðum í náttúrunni en aðallega á fallegri einkaströnd í Suður-Hvoli í Vík. Dansararnir í myndbandinu eru allar vinkonur mínar sem eru búnar að dansa með mér í nokkur ár," segir Unnur, en það var Stella Rósenkranz sem samdi danssporin og leikstýrði myndbandinu.

"Þetta var ótrúlega skemmtilegur dagur. Við vorum í 16 klukkutíma að taka myndbandið upp og vorum orðin verulega þreytt í lok dagsins. Mamma var algjör dúlla og elti okkur út um allt með samlokur, kaffi og kex og var andlegur stuðningur þegar við dönsuðum rútínuna í gegn í hundraðasta skipti í nístingskulda," segir Unnur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.