Íslenski boltinn

Eyjakonur ætla að vera með í baráttunni | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shaneka Jodian Gordon.
Shaneka Jodian Gordon. Mynd/Arnþór
ÍBV sótti þrjú stig í Víkina í síðasta leiknum í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna sem fram fór í kvöld. ÍBV vann HK/Víking 1-0 og er með jafnmörg stig og Breiðablik í 3. til 4. sæti.

Arnþór Birkisson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Víkingsvellinum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan.

Það var Shaneka Jodian Gordon sem skoraði eina mark leiksins á 60. mínútu leiksins en þetta var hennar níunda deildarmark í sumar.

Hk/Víkingur er í næstneðsta sæti deildarinnar en þetta var fimmta tap Fossvogsliðsins í röð.

Valskonur tóku annað sætið af Blikum með 2-1 sigri í innbyrðisleik liðanna í gærkvöldi og hafa nú eins stigs forskot á Breiðablik og ÍBV.

Stjarnan er með tíu stiga forskot á toppnum og á Íslandsmeistaratitilinn vísan en það stefnir í mikla baráttu um annað sætið milli Vals, Breiðabliks og ÍBV.

Upplýsingar um markaskorara eru frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×