Lífið

Klassísk tónleikaröð í Hörpu

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Classical Concert Company Reykjavík stendur fyrir tónleikum í Norðurljósasal Hörpu bæði laugardag og sunnudag klukkan 20.00.

Þar munu þær Lilja Guðmundsdóttir sópransöngkona, Ásta María Kjartansdóttir sellóleikari og Ingileif Bryndís Þórsdóttir píanóleikari flytja íslenskar söngperlur og þjóðlög.

Á mánudag og þriðjudag verða svo sömu tónleikar haldnir í Kaldalóni í Hörpu.

Classical Concert Company Reykjavík eru með þessu að kynna íslenskar söngperlur og þjóðlög fyrir ferðamönnum, en tónleikarnir eru einnig ávallt vel sóttir af heimafólki. Lögin eru flutt á íslensku, en kynning fer fram á ensku.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.