Lífið

Shorts & Docs á meðal 25 svölustu

Boði Logason skrifar
Opnun Reykjavík Shorts & Docs Festival í maí sl. Mike Lindsay og hljómsveit léku á opnunarkvöldi kvikmyndahátíðarinnar að lokinni sýningu á myndinni 'Mission to Lars' en Mike samdi tónlistina í myndinni
Opnun Reykjavík Shorts & Docs Festival í maí sl. Mike Lindsay og hljómsveit léku á opnunarkvöldi kvikmyndahátíðarinnar að lokinni sýningu á myndinni 'Mission to Lars' en Mike samdi tónlistina í myndinni
Íslenska stuttmyndahátíðin Shorts & Docs hefur verið tilnefnd sem ein af tuttugu og fimm „svölustu" stuttmyndahátíðum í heimi. Það er kvikmyndavefsíðan Moviemaker.com sem stendur að kosningunni en allir geta kosið.

„Við erum ótrúlega ánægð með þetta, það er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem maður er að gera. Við stefnum á að gera enn betur á næsta ári en þá fer hátíðin fram í 12 skipti. Við hvetjum alla til að fara inn á síðuna og kjósa okkur," segir Brynja Dögg Friðriksdóttir, ein skipuleggjanda hátíðarinnar. 

Hægt er að taka þátt í kosningunni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.