Bó segir gó Jakob Bjarnar skrifar 9. ágúst 2013 14:56 Stórsöngvarinn og tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson boðar til stórtónleika sem verða eftir rétt rúman mánuð. Bó hefur boðað til stórtónleika og það hlýtur að sæta tíðindum. Björgvin Halldórsson var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2011 fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar. Menn skyldu ekki gleyma því og Bó lofar ógleymanlegri kvöldstund fyrir þá heppnu sem ná að tryggja sér miða í tæka tíð. Bó ætlar að fara yfir feril sinn í tali og tónum í Háskólabíó 14. september. Vísir náði í skottið á Bó rétt áður en hann laumaði sér úr bænum nú yfir helgina, í Rangá, þar sem hann ætlar að veiða lax. Bó er í veiðifélagi sem ber hið tilþrifamikla nafn: "Top of the line Angling Club Iceland". Með honum í því félagi eru einhverjir mestu hljómsveitatöffarar sinnar tíðar og víðar: Óttar Felix Hauksson og Birgir Hrafnsson. En, það stóð ekki til að tala um fluguveiðar við Bó.Ekkert kaffi Rósenberg "Þetta er bara hlutur sem við höfum verið að þróa með okkur. Farið verður yfir ferilinn og talað um hann. Og spilaður fjöldinn allur af lögum. Við tölum um tilurð laganna, út af hverju þau urðu til, hvað gerðist þegar verið var að taka þau upp, slegið á létta strengi og þunga stengi..." segir Bó. Söngvarinn leggur á það áherslu að dagskráin sé ekki niður negld. Það sé verið að prófa þetta áfram og jafnvel verður boðið uppá óskalög úr sal. Þó stórtónleikar séu. "Já, þetta eru stórtónleikar. Þetta er ekkert Rósenberg. Með fullri virðingu. Eða, Kaffi París. Þetta er í Háskólabíó sem tekur þúsund manns. Og það eru stórtónleikar þegar er mikið er af fólki. En, það kemur ýmislegt á óvart sem ekki má segja frá," segir Bó.Ballöður og kántrí Þarna verður sem sagt rifjaður upp einstakur ferill Björgvins í rúm 40 ár; allt frá því hann var kosinn poppstjarna ársins árið 1969 til dagsins í dag. Lög með HLH, Brimkló, Lónlí Blu Boys, úr Eurovision og með Hjartagosunum ... "jöfnum höndum sungin Íslandslög, rokklög, ballöður af dýrari tegundinni og kántrí," segir Bó og heldur því fram að hann vinni ekki nema þeim bestu. Hljóðfæraleikarar sem munu koma fram með Björgvini eru þeir Jón Ólafsson, Jóhann Hjörleifsson, Jón E Hafsteinsson og Friðrik Sturluson, meðal annarra. Björgvin hefur framleitt ótal plötur og sungið á rúmlega 800 hljóðritum sem einsöngvari sem og með hinum ýmsu listamönnum og hljómsveitum.Á fjörutíu gítara Björgvin ætlar sjálfur að leika á gítar á tónleikunum. "Ég er rosalega góður á gítarinn, jafn góður og ég er í að kasta flugum. Og er ég mjög góður flugkastari þó ég segi sjálfur frá. Jújú, ég leyni á mér á gítarinn en hef ekkert verið að flagga því í gegnum tíðina. Og, þekki mín takmörk. Ég reyni alltaf að starfa með mönnum sem eru betri en ég á vissum sviðum. Jón Elvar til dæmis er einn af fimm til sex bestu gítarleikurum landsins." Bó hefur leikið sjálfur inn ýmsa gítara á plötur sínar en hann hefur framleitt ótal plötur og sungið á rúmlega 800 hljóðritum sem einsöngvari sem og með hinum ýmsu listamönnum og hljómsveitum. "Ég er mikill gítarsafnari. Ég held ég eigi einhver 40 stykki. Hef safnað þessu gegnum árin. Allt flottir gítarar," segir Björgvin sem er ekki maður sem sankar að sér einhverju drasli. "Það er söfnunarárátta í mér. Og ég er fagurkeri. Hef gaman að fallegum hlutum. Ágætis fjárfesting líka. Betra en peningabréfin frægu." Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Sjá meira
Bó hefur boðað til stórtónleika og það hlýtur að sæta tíðindum. Björgvin Halldórsson var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2011 fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar. Menn skyldu ekki gleyma því og Bó lofar ógleymanlegri kvöldstund fyrir þá heppnu sem ná að tryggja sér miða í tæka tíð. Bó ætlar að fara yfir feril sinn í tali og tónum í Háskólabíó 14. september. Vísir náði í skottið á Bó rétt áður en hann laumaði sér úr bænum nú yfir helgina, í Rangá, þar sem hann ætlar að veiða lax. Bó er í veiðifélagi sem ber hið tilþrifamikla nafn: "Top of the line Angling Club Iceland". Með honum í því félagi eru einhverjir mestu hljómsveitatöffarar sinnar tíðar og víðar: Óttar Felix Hauksson og Birgir Hrafnsson. En, það stóð ekki til að tala um fluguveiðar við Bó.Ekkert kaffi Rósenberg "Þetta er bara hlutur sem við höfum verið að þróa með okkur. Farið verður yfir ferilinn og talað um hann. Og spilaður fjöldinn allur af lögum. Við tölum um tilurð laganna, út af hverju þau urðu til, hvað gerðist þegar verið var að taka þau upp, slegið á létta strengi og þunga stengi..." segir Bó. Söngvarinn leggur á það áherslu að dagskráin sé ekki niður negld. Það sé verið að prófa þetta áfram og jafnvel verður boðið uppá óskalög úr sal. Þó stórtónleikar séu. "Já, þetta eru stórtónleikar. Þetta er ekkert Rósenberg. Með fullri virðingu. Eða, Kaffi París. Þetta er í Háskólabíó sem tekur þúsund manns. Og það eru stórtónleikar þegar er mikið er af fólki. En, það kemur ýmislegt á óvart sem ekki má segja frá," segir Bó.Ballöður og kántrí Þarna verður sem sagt rifjaður upp einstakur ferill Björgvins í rúm 40 ár; allt frá því hann var kosinn poppstjarna ársins árið 1969 til dagsins í dag. Lög með HLH, Brimkló, Lónlí Blu Boys, úr Eurovision og með Hjartagosunum ... "jöfnum höndum sungin Íslandslög, rokklög, ballöður af dýrari tegundinni og kántrí," segir Bó og heldur því fram að hann vinni ekki nema þeim bestu. Hljóðfæraleikarar sem munu koma fram með Björgvini eru þeir Jón Ólafsson, Jóhann Hjörleifsson, Jón E Hafsteinsson og Friðrik Sturluson, meðal annarra. Björgvin hefur framleitt ótal plötur og sungið á rúmlega 800 hljóðritum sem einsöngvari sem og með hinum ýmsu listamönnum og hljómsveitum.Á fjörutíu gítara Björgvin ætlar sjálfur að leika á gítar á tónleikunum. "Ég er rosalega góður á gítarinn, jafn góður og ég er í að kasta flugum. Og er ég mjög góður flugkastari þó ég segi sjálfur frá. Jújú, ég leyni á mér á gítarinn en hef ekkert verið að flagga því í gegnum tíðina. Og, þekki mín takmörk. Ég reyni alltaf að starfa með mönnum sem eru betri en ég á vissum sviðum. Jón Elvar til dæmis er einn af fimm til sex bestu gítarleikurum landsins." Bó hefur leikið sjálfur inn ýmsa gítara á plötur sínar en hann hefur framleitt ótal plötur og sungið á rúmlega 800 hljóðritum sem einsöngvari sem og með hinum ýmsu listamönnum og hljómsveitum. "Ég er mikill gítarsafnari. Ég held ég eigi einhver 40 stykki. Hef safnað þessu gegnum árin. Allt flottir gítarar," segir Björgvin sem er ekki maður sem sankar að sér einhverju drasli. "Það er söfnunarárátta í mér. Og ég er fagurkeri. Hef gaman að fallegum hlutum. Ágætis fjárfesting líka. Betra en peningabréfin frægu."
Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Sjá meira