Íslenski boltinn

Eldra fólk hefur meiri áhuga á íslenskum fótbolta en yngra

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Breiðablik var í eldlínunni í Evrópudeildinni í gærkvöldi.
Breiðablik var í eldlínunni í Evrópudeildinni í gærkvöldi.
Aðeins ellefu prósent landsmanna átján ára og eldri hafa mjög mikinn áhuga á íslenskum fótbolta. Þetta kemur fram í könnun Capacent Gallup frá því í síðasta mánuði.

Í könnuninni var spurt: „Hversu mikinn eða lítinn áhuga hefur þú á íslenskri knattspyrnu?"

Aðeins sex prósent landsmanna hafa mjög mikinn áhuga á íslenskum fótbolta en rúm 20% höfðu ýmist mjög mikinn eða frekar mikinn. Rúm 29% landsmanna hafa annaðhvort mjög lítinn áhuga á fótbolta eða engan áhuga.

25% karla sögðust hafa mikinn áhuga á íslenskum fótbolta en 27% þeirra engan áhuga á innlendum fótbolta. Áhugi kvenna er töluvert minni. 15% sögðust hafa mikinn áhuga en 32% engan áhuga.

Eldra fólk hefur meiri áhuga á íslenskri knattspyrnu en það yngra. Af fólki 60 ára og eldri sögðust 28% hafa mikinn áhuga en aðeins 11% 30 ára og yngri.

Nánar um niðurstöðurnar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×