Lífið

Tekur svakalega á - bæði andlega og líkamlega

Ellý Ármanns skrifar
Unnur Kristín Óladóttir 25 ára gullsmiður undirbýr sig þessa dagana fyrir heimsmeistaramót sem fram fer í Las Vegas á vegum WBFF í lok ágúst þar sem hún keppir í Pro flokki - Diva Fitness Model. Við forvitnuðumst um undirbúninginn og fengum smá innsýn í mataræðið hennar fyrir hennar tíunda mót.

Grjótharður six pakk - komdu sæll og blessaður.MYND/Heida HB
Ljósmyndir: Heida HB 

Sjálfsagi mikilvægur

Hvernig gengur undirbúningurinn? „Nú stendur yfir niðurskurður en þá þurfa dagarnir að vera mjög vel skipulagðir og þá sérstaklega þegar nær dregur að móti. Ég æfi tvisvar sinnum á dag samhliða vinnu en ég er með barn, mann og heimili. Það þarf mikinn sjálfsaga, vilja og metnað."

Ljósmynd Gunnarorn.com



Ávextir úti á þessu stigi undirbúnings


Hvernig er mataræðið fyrir heimsmeistarkeppnina? „Ég er að borða á sirka tveggja tíma fresti en það fer alveg eftir því hversu langt er í mót hvað ég er að borða. Núna eru ekki nema rétt rúmar tvær vikur í mótið og matarplanið því mjög strangt. Ég er að taka High carb/Low carb/No carb daga til skiptis og er til dæmis búin að taka út alla ávexti.

Reynir að bæta sig milli móta

„Ég set mér alltaf markmið fyrir hvert mót og það er að koma sterkari inn og reyna að sýna bætingar á milli móta, vera með flotta sviðsframkomu og aðallega vera sátt með sjálfa mig og þeim persónulega árangri sem ég hef náð," segir Unnur einlæg.

Hér rífur hún í lóðin - stórglæsileg.
Fæðubótaefnin hjálpa

„Það að stíga á svið er sigur út af fyrir sig. Það sem hefur hjálpað mér við að ná árangri eru fæðubótaefnin frá Sci Mx en ég hef verið að taka Glútamín, CLA, Omni Hardcore, GRS Prótein, X-plode, BCAA og svo Shred-X hardcore brennslutöflurnar frá þeim," telur hún upp.

Gæti þetta aldrei án þjálfarans

„Ég er búin að vera með sama einkaþjálfarann síðan á mínu fyrsta móti. Hún heitir Valdís Sylvía Sigurþórsdóttir. Ég gæti þetta aldrei án hennar, hún er hreinskilin, hvetjandi og hefur endalausa trú á mér. Ótrúlega klár í sínu fagi. Ég fæ líka mikinn stuðning frá maka og fjölskyldunni minni."

Með verðlaunagripina sem eru ófáir.
Líður vel í fitness

„Framtíðarmarkmið er að halda áfram að lifa hollu og heilbrigðu lífi, mér hefur aldrei liðið jafn vel eins og eftir að ég byrjaði að keppa í módelfitness. Ég er að halda mér í góðu formi á milli móta líka. „Beeing fit is not my hobby its my lifestyle" - þessi setning á vel við mig í dag."

Hausinn þarf að vera 100% í lagi

„Mig langar að benda stelpum sem eru að hugsa um að fara að keppa að þetta er ekki auðvelt. Þó ég hafi keppt bráðum tíu sinnum þá finnst mér þetta alltaf jafn erfitt. Niðurskurðurinn tekur svakalega á, bæði andlega og líkamlega. Hausinn þarf að vera 100% í lagi. Það er líka mjög nauðsynlegt að vera með þjálfara. En annars mæli ég hiklaust með þessu sporti. Það er ekkert skemmtilegra en að sigra sjálfan sig."

Unnur sýndi okkur matardagbókina meðal annars.
Matardagbók Unnar fyrir mótið

„Þetta er svona sirka það sem ég er að borða núna ekki 100% nákvæmt samt," segir Unnur þegar við biðjum hana að lýsa einum degi þegar kemur að mataræðinu.




Morgunmatur

Hafragrautur eða eggjahræra og brokkolí í millimál og próteinlumma með hnetusmjöri.

Hádegismatur

Kjúklingur, fiskur eða kjöt, brokkolí og salat, sætar kartöflur eða brún hrísgrjón með.

Millimál 

Eggjahræra eða poppkex með avocado próteinsjeik fyrir og eftir æfingu.

Kvöldmatur

Kjúklingur, fiskur eða kjöt, brokkolí og salat, sætar kartöflur eða þá brún hrísgrjón.

„Síðan fæ ég mér næturprótein fyrir svefninn. Svo narta ég í möndlur yfir daginn ef mig langar í eitthvað."

Þessa sjálfsmynd tók Unnur síðustu helgi á símann sinn eins og sjá má - þrjár vikur fyrir mótið. Toppiði það.
Einn týpískur dagur í niðurskurði hjá Unni

07:00 - 08:00 Vakna og skutla Aroni í leikskólann.

08:30 Fer á æfingu. Tek brennsluæfingu og fer í Trimform hjá Trimform Berglindar.

10:00 - 16:00 Fer í vinnuna.

16:00 Sæki strákinn í leikskólann.

17:00 Lyftingaræfing.

18:30 Fer ég heim að elda kvöldmat, sinna Aroni og heimilisstörfum.

21:30 Svæfa.

22:00 Græja mat fyrir næsta dag.

23:00 Svefn.

„Helgarnar eru svo vel nýttar með fjölskyldunni en sumarfríið hefur líka auðveldað þennan niðurskurð helling," segir Unnur að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.