Lífið

Hadda Fjóla Reykdal opnar sýningu

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Hadda Fjóla Reykdal
Hadda Fjóla Reykdal
Hadda Fjóla Reykdal, er nýflutt heim frá Gautaborg þar sem hún hefur búið síðastliðin áratug, ásamt manni sínum og börnum. Hún er nú flutt heim til Íslands og heldur einkasýningu á verkum sínum í listasafni ASÍ um helgina.

“Þetta eru verk unnin úr hughrifum úr náttúrunni. Það sem ég horfi á í náttúrunni er hvernig litirnir og birtan breytast eftir veðri,“ segir Hadda Fjóla.

„Svo vinn ég út frá því þegar ég byrja á verkunum. Verkin eru flest unnin í olíu á striga svo nota ég litla pensla og ég mála punkt fyrir punkt, línu fyrir línu, lárétt eða lóðrétt eða í hring, lag ofan á lag, þar til ég næ fram þessari veðrastemmningu sem ég upplifði þegar ég var út í náttúrunni,“ útskýrir Hadda Fjóla.

Sýningin opnar á morgun, þann 9. ágúst, og stendur til 1. september næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.