"Atvinnuhommahatari“ á kristilegri hátíð í Laugardalshöll Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 8. ágúst 2013 16:27 "Fyrir mér er þetta hátíð vonbrigða,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir um komu Franklin Graham á Hátíð vonar. mynd/365 „Það eru mér mikil vonbrigði að „hátíð vonar“ skuli eiga að flytja inn atvinnuhommahatara og mér finnst það ömurleg skilaboð að gefa inn í íslenskt samfélag einmitt þegar Hinsegin dagar og sú mannréttindahátíð sem þeir eru standa yfir,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakanna 78. Á þriðjudaginn birti Þjóðkirkjan á heimasíðu sinni frétt þess efnis að Hátíð vonar yrði haldin hér á landi í lok september. Hátíðin er samstarfsverkefni kristinna samtaka, safnaða, sókna og kirkna, sjálfboðaliða og kristniboðssamtaka Billy Graham. Í tilkynningu Þjóðkirkjunnar kemur jafnframt fram að Franklin Graham, sonur Billy Graham, muni flytja boðaskap vonar á báðum samkomunum, en Graham er þekktur fyrir umdeildar yfirlýsingar sínar um samkynhneigð. „Það er stefna stjórnvalda og allur almenningur á Íslandi er sammála um það að það eigi að vernda réttindi hinsegin fólk. Þó að við séum langt komin á Íslandi má minna á að víða um heim, til dæmis í Bandaríkjunum sumstaðar og í Rússlandi þá eru hlutir á borð við þá sem að þessi maður, Franklin Graham, hefur látið hafa eftir sér að verða til þess að hinsegin fólk er jaðarsett og sætir aðkasti og í ömurlegustu tilfellum er beitt ofbeldi. Sumt fólk velur jafnvel að taka eigið líf, það er bara þannig,“ segir Anna Pála. „Það að þjóðkirkjan ætli að tromma þannig mann upp eru ekkert annað en sárustu vonbrigði, þannig að fyrir mér verður þetta hátíð vonbrigða. Og ég sem skattgreiðandi er persónulega móðguð yfir því að það eigi að flytja inn þennan mann sem beinlínis talar um hjónabönd samkynhneigðra og tilvist hinsegin fólks sem mikla ógnun við samfélagið.“Samkynhneigð skaðleg samfélaginu Á heimasíðu föður síns, segir Franklin Graham að Bandaríkin standi frammi fyrir mörgum verkefnum og undanfarið hafi fjölmiðlar beint sjónum sínum að fjárhagslegum erfiðleikum. Þessi vandamál séu hinsvegar ekkert „miðað við þann trúarlega og siðferðislega vanda sem steðjar að þjóðinni og eru mun skaðlegri en fjárhagserfiðleikar nokkurn tímann. Frá síðustu kosningum höfum við þurft að horfa upp á samkynja pör mæta í hrönnum við dómshúsin til þess að fá útgefin hjúskaparvottorð. Hundruð manna sem safnast á almenningsstöðum og kveikja í maríjuana sígarettum í þeim ríkjum þar sem slíkt hefur verið gert löglegt,“ skrifar Franklin Graham á heimasíðu sinni.„Toppurinn á ísjakanum er sú siðferðislega hnignum sem við sjáum í sjónvarpi þar sem að blygðunarlaust siðleysi, ofbeldi og sjónvarpsvæn samkynhneigð hegðun er sýnd, en það speglar þá siðferðislega spillingu sem hefur smitast út í samfélagið.“ Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
„Það eru mér mikil vonbrigði að „hátíð vonar“ skuli eiga að flytja inn atvinnuhommahatara og mér finnst það ömurleg skilaboð að gefa inn í íslenskt samfélag einmitt þegar Hinsegin dagar og sú mannréttindahátíð sem þeir eru standa yfir,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakanna 78. Á þriðjudaginn birti Þjóðkirkjan á heimasíðu sinni frétt þess efnis að Hátíð vonar yrði haldin hér á landi í lok september. Hátíðin er samstarfsverkefni kristinna samtaka, safnaða, sókna og kirkna, sjálfboðaliða og kristniboðssamtaka Billy Graham. Í tilkynningu Þjóðkirkjunnar kemur jafnframt fram að Franklin Graham, sonur Billy Graham, muni flytja boðaskap vonar á báðum samkomunum, en Graham er þekktur fyrir umdeildar yfirlýsingar sínar um samkynhneigð. „Það er stefna stjórnvalda og allur almenningur á Íslandi er sammála um það að það eigi að vernda réttindi hinsegin fólk. Þó að við séum langt komin á Íslandi má minna á að víða um heim, til dæmis í Bandaríkjunum sumstaðar og í Rússlandi þá eru hlutir á borð við þá sem að þessi maður, Franklin Graham, hefur látið hafa eftir sér að verða til þess að hinsegin fólk er jaðarsett og sætir aðkasti og í ömurlegustu tilfellum er beitt ofbeldi. Sumt fólk velur jafnvel að taka eigið líf, það er bara þannig,“ segir Anna Pála. „Það að þjóðkirkjan ætli að tromma þannig mann upp eru ekkert annað en sárustu vonbrigði, þannig að fyrir mér verður þetta hátíð vonbrigða. Og ég sem skattgreiðandi er persónulega móðguð yfir því að það eigi að flytja inn þennan mann sem beinlínis talar um hjónabönd samkynhneigðra og tilvist hinsegin fólks sem mikla ógnun við samfélagið.“Samkynhneigð skaðleg samfélaginu Á heimasíðu föður síns, segir Franklin Graham að Bandaríkin standi frammi fyrir mörgum verkefnum og undanfarið hafi fjölmiðlar beint sjónum sínum að fjárhagslegum erfiðleikum. Þessi vandamál séu hinsvegar ekkert „miðað við þann trúarlega og siðferðislega vanda sem steðjar að þjóðinni og eru mun skaðlegri en fjárhagserfiðleikar nokkurn tímann. Frá síðustu kosningum höfum við þurft að horfa upp á samkynja pör mæta í hrönnum við dómshúsin til þess að fá útgefin hjúskaparvottorð. Hundruð manna sem safnast á almenningsstöðum og kveikja í maríjuana sígarettum í þeim ríkjum þar sem slíkt hefur verið gert löglegt,“ skrifar Franklin Graham á heimasíðu sinni.„Toppurinn á ísjakanum er sú siðferðislega hnignum sem við sjáum í sjónvarpi þar sem að blygðunarlaust siðleysi, ofbeldi og sjónvarpsvæn samkynhneigð hegðun er sýnd, en það speglar þá siðferðislega spillingu sem hefur smitast út í samfélagið.“
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira