Lífið

Myndaðir þú fræga í Eyjum?

Ellý Ármanns skrifar
Á þjóðhátíð safnaðist saman stór og breiður hópur fólks. Þar rakst fólk oftar en ekki á þjóðþekkt andlit og sumir gerðu það að markmiði að ná sem flestum myndum af sér með frægum. Lenovo hvatti þjóðhátíðargesti meðal annars til að taka slíkar myndir af frægum og merkja þær #lenovotolva með möguleikanum á að vinna í staðinn spjaldtölvu. Þjóðhátíðargestir létu ekki á sér standa og tóku endalaust myndir.

Hér má sjá nokkrar skemmtilegar og vel valdar myndir af þjóðhátíðargestum ásamt þjóðþekktum einstaklingum.

Sjónvarpsstjórinn Páll Magnússon var hress. Lítur samt út fyrir að hann sé að banna myndatöku.
Saxofónleikarinn Jens Hansson (t.h.) átti ekki í vandræðum með að pósa.
Stebbi Hilmars var í stuði og alveg til í myndatöku.
Ragnhildur Gísladóttir lítur ótrúlega vel út eins og sjá má. Hverjir eru með henni vitum við ekki deili á.
Sigfús Sigurðsson í ótrúlega fallegri lopapeysu með félaga í ekki síðri peysu. Íslenska ullin er málið.
Sigríður Klingenberg skemmti sér stórvel í Eyjum. Hér er hún ásamt ungri snót.
Instagram-myndirnar hörnnuðust svoleiðis inn um helgina enda var til mikils að vinna.
Facebook síða Lenovo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.