Lífið

Páll Óskar kominn með aðstoðarkonu

Ellý Ármanns skrifar
Páll Óskar Hjálmtýsson er kominn með aðstoðarkonu. Hann hefur ráðið vinkonu sína, Ingu sem oftast er kennd við Nasa.  Söngvarinn hefur í gegnum tíðina verið uppbókaður langt fram í tímann en hann hefur sjálfur hingað til tekið við bókunum.

Eftirfarandi tilkynningu skrifaði Páll Óskar á Facebooksíðuna sína í dag:

Loksins er ég búinn að ráða aðstoðarmanneskju til að létta mér lífið. Þetta er hún Inga (kennd við Nasa), og hún sér um að svara í símann og bóka böllin mín og tónleika, einkaveislur, árshátíðir, skólaböll, þorrablót og aðrar uppákomur. Inga mun svara í síma 898-9116 og svo er líka hægt að senda henni fyrirspurnir á inga@nasa.is.

PS. Ég skil ekkert í sjálfum mér að vera ekki búinn að fá mér aðstoðarmanneksju fyrir löngu.

Ykkar, Páll Óskar.

Páll Óskar á Facebook







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.