Lífið

Dorrit dásamleg eins og alltaf

Ellý Ármanns skrifar
MYNDIR/RUT SIGURÐARDÓTTIR
Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Rut Sigurðardóttir á opnunarhátíð heimsmeistaramóts íslenska hestsins í Þýskalandi.  Eins og sjá má lék Dorrit Moussaief á als oddi. 

Hér stillti Dorrit sér upp með tveimur landsliðsmönnum. Vinstra megin er Gústaf Ásgeir Hinriksson sem keppir í fjórgangi og tölti T2 og Konráð Valur Sveinsson sem keppir í 100 metra skeiði á Þórdísi frá Lækjarbotnum. Þeir eru báðir í ungmennaflokki.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var greinilega líka að njóta sín en hann hélt ræðu við Brandenburger-hliðið á opnuninni.

Stöð 2 Sport sýnir beint út frá Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fer í Berlín í Þýskalandi dagana 4. - 11. Ágúst. Sent verður út frá mótinu alla keppnisdagana og samantektarþættir sýndir á kvöldin. Þetta verður í fyrsta skipti sem Heimsmeistaramóti íslenska hestsins verður sjónvarpað í heild sinni í beinni útsendingu með íslenskum lýsingum.

 Sjá má dagskrá Stöðvar 2 Sport hér.

Dorrit hikaði ekki við að smakka snitturnar sem voru í boði í teiti sem haldið var fyrir landsliðið í Berlín.
Dorrit var með hárið uppsett, klædd í bleikan topp og hvítar buxur.
Hér truflar Dorrit Ólaf í miðju sjónvarpsviðtali - dásamleg!
Hjónin stilltu sér upp.
Klædd í landsliðsbúning. Hanskarnir toppa heildarútlitið.
Stórglæsileg. Dorrit stal heldur betur senunni. Hún heillaði Klaus Wowereit, borgarstjóra Berlínar, upp úr skónum meðal annars.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.